Innlent

Fimm ára verkefni í Malaví á teikniborðinu

Stefán Jón Hafstein, umdæmisstjóri ÞSSÍ, og Helen Dzoole frá malavíska Rauða krossinum fyrir framan nýju fæðingardeildina.Mynd/Þórir guðmundsson
Stefán Jón Hafstein, umdæmisstjóri ÞSSÍ, og Helen Dzoole frá malavíska Rauða krossinum fyrir framan nýju fæðingardeildina.Mynd/Þórir guðmundsson

Hjálparstarf Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) undirbýr á þessu ári nýtt fimm ára verkefni í lýðheilsu með héraðsstjórn Mangochi í Malaví. Stefán Jón Hafstein, umdæmisstjóri ÞSSÍ í Malaví, segir hugmyndina þá að Rauði krossinn geti hugsanlega haft hlutverk í verkefninu. Í tilkynningu ÞSSÍ er eftir honum haft að Rauði kross Íslands hafi um nokkurra ára hríð starfað í Malaví og að reynslan af þeim verkefnum þyki góð.

„Í síðustu viku fóru fram viðræður milli fulltrúa frá íslenska Rauða krossinum og malavíska Rauða krossinum við umdæmisstjóra ÞSSÍ í Malaví um slíkt samstarf í Mangochi-héraði. Þórir Guðmundsson frá íslenska Rauða krossinum og Helen Dzoole frá malavíska Rauða krossinum fóru þá í vettvangsferð um Mangochi með Stefáni Jóni, sem sýndi þeim verkefni ÞSSÍ, auk þess sem þau ræddu við félagsmenn í RK í héraðinu," segir í tilkynningu ÞSSÍ.

Ákveðið var að halda áfram viðræðum um samstarf í tengslum við heilsugæsluverkefni ÞSSÍ í Mangochi. Skoðað var sjúkrahús í Monkey Bay sem Íslendingar byggðu og styrkja og heilsugæslustöðvar í sveitum, í Namkumbi og Chilonga, þar sem nú er lögð lokahönd á nýja fæðingardeild sem ÞSSÍ byggir. - óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×