Erlent

Öflug sprengja sprakk í byggingu ríkisstjórans í Taloqan

Frá Afganistan
Frá Afganistan Mynd/AFP
Öflug sprenging varð í byggingu í bænum Taloqan, sem er í Takhar-héraði í Afganistan, eftir hádegi í dag. Talið er að ríkisstjóri Taloqan hafi aðsetur í byggingunni en ekki er vitað hvort hann hafi fallið í árásinni.

Á meðal þeirra látnu er háttsettur lögregluforingi en auk hans eru að minnsta kosti þrír látnir. Ríkisstjórinn er á meðal þeirra særðu, en ekki er vitað hversu margir eru slasaðir. Talið er að Talíbanar beri ábyrgð á sprengingunni sem ku hafa verið sjálfsvígsárás.

Talsmaður NATO segir að bæði afganskir og vestrænir hermenn hafi fallið í árásinni en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í bænum voru embættismenn að funda í byggingunni þegar sprengjan sprakk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×