Barca gegn Real í kvöld: Fyrsti stóri titill ársins í boði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2011 06:30 Pep Guardiola og José Mourinho heilsast fyrir leik Barcelona og Real Madrid um helgina.nordicphotos/afp Barcelona og Real Madrid eigast við í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar á Mestalla-vellinum í Valencia í kvöld. Um risaslag er að ræða, eins og ávallt þegar þessi tvö lið eiga í hlut. Þau mættust í spænsku úrvalsdeildinni um helgina og skildu þá jöfn, 1-1. Þess má svo geta að þau mætast tvívegis í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á næstu vikum. Barcelona er svo gott sem búið að tryggja sér spænska meistaratitilinn enda með átta stiga forystu á Real. Það er því kappsmál fyrir Madrídinga að láta þennan titil sér ekki úr greipum renna og það til erkifjenda sinna. "Það getur allt gerst í þessum leik og stemningin verður sjálfsagt hátíðleg," sagði Pep Guardiola, stjóri Barcelona. "Við verðum fyrst og fremst að hvetja okkar menn áfram en bera samt virðingu fyrir andstæðingnum." Hann sagði að sínir menn væru búnir að skoða leik helgarinnar vel. "Við þurfum að spila betur, skapa fleiri færi og láta boltann ganga hraðar á milli okkar." Barcelona varð síðast bikarmeistari árið 2009 og fór úrslitaleikurinn þá einnig fram á sama stað. Bið Madrídinga er talsvert lengri, en liðið varð síðast meistari árið 1993. Iker Casillas, sem hefur staðið vaktina í marki Real síðan 2000, hefur unnið alla titla sem í boði eru nema þennan. José Mourinho, stjóri Real, hefur unnið bikarmeistaratitil í öllum þeim þremur löndum þar sem hann hefur þjálfað hingað til og getur bætt þeim fjórða í safnið í kvöld. Spænski boltinn Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Formúla 1 Fleiri fréttir Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Sjá meira
Barcelona og Real Madrid eigast við í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar á Mestalla-vellinum í Valencia í kvöld. Um risaslag er að ræða, eins og ávallt þegar þessi tvö lið eiga í hlut. Þau mættust í spænsku úrvalsdeildinni um helgina og skildu þá jöfn, 1-1. Þess má svo geta að þau mætast tvívegis í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á næstu vikum. Barcelona er svo gott sem búið að tryggja sér spænska meistaratitilinn enda með átta stiga forystu á Real. Það er því kappsmál fyrir Madrídinga að láta þennan titil sér ekki úr greipum renna og það til erkifjenda sinna. "Það getur allt gerst í þessum leik og stemningin verður sjálfsagt hátíðleg," sagði Pep Guardiola, stjóri Barcelona. "Við verðum fyrst og fremst að hvetja okkar menn áfram en bera samt virðingu fyrir andstæðingnum." Hann sagði að sínir menn væru búnir að skoða leik helgarinnar vel. "Við þurfum að spila betur, skapa fleiri færi og láta boltann ganga hraðar á milli okkar." Barcelona varð síðast bikarmeistari árið 2009 og fór úrslitaleikurinn þá einnig fram á sama stað. Bið Madrídinga er talsvert lengri, en liðið varð síðast meistari árið 1993. Iker Casillas, sem hefur staðið vaktina í marki Real síðan 2000, hefur unnið alla titla sem í boði eru nema þennan. José Mourinho, stjóri Real, hefur unnið bikarmeistaratitil í öllum þeim þremur löndum þar sem hann hefur þjálfað hingað til og getur bætt þeim fjórða í safnið í kvöld.
Spænski boltinn Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Formúla 1 Fleiri fréttir Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Sjá meira