Innlent

Framhald samnings við Ekron óráðið

Ekron Áfangaheimilinu hefur verið lokað.
Ekron Áfangaheimilinu hefur verið lokað.
„Við erum að endurskoða alla þjónustusamninga ráðuneytisins nú er varða starfsendurhæfingu í landinu, þar á meðal samninginn við Ekron. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort sá samningur verður framlengdur eða ekki.“

Þetta segir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra, spurð um stöðu þjónustusamnings ráðuneytisins við Ekron, sem rekur starfsþjálfun og endurhæfingu fyrir einstaklinga með skerta vinnufærni sökum afleiðinga áfengis- og vímuefnasýki.

Anna undirstrikar að ráðuneytið hafi ekki haft neitt með áfangaheimili Ekron að gera, því þar hafi einungis verið um búsetuúrræði að ræða, sem hafi verið einkarekið. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu hefur áfangaheimilinu verið lokað.

Anna segir ráðuneytið hins vegar með samning við Ekron sem varði einungis starfsendurhæfinguna á Grensásvegi, sem sé í fullum gangi. Sá samningur renni út í lok maí.

„Flestir samningar sem ráðuneytið hefur gert um starfsendurhæfingu eru nú til endurskoðunar, enda renna þeir allir út um svipað leyti.“-jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×