Erlent

Obama lauk ferð sinni um Evrópu í Póllandi

Barack Obama með Donald Tusk forsætisráðherra Póllands
Barack Obama með Donald Tusk forsætisráðherra Póllands
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, lauk sex daga ferð sinni um Evrópu í dag þegar hann heimsótti forseta og forsætisráðherra Póllands í höfuðborg landsins, Varsjá.

Forsetinn ræddi öryggismál og eldflaugavarnarkerfið sem George W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vildi setja upp í landinu á sínum tíma. Hann lagði einnig áherslu á það að Pólverjar væru bandamenn Bandaríkjanna í öryggis- og varnarmálum.

Í gær lagði forsetinn blómsveig á gröf óþekkta hermannsins í höfuðborginni auk þess sem hann heimsótti minnisvarða tileinkaður uppreisn gyðinga í Varsjá í síðari heimstyrjöldinni. Síðar um kvöldið snæddi hann kvöldverð með tuttugu leiðtogum Mið- og Austur-Evrópuríkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×