Innlent

Nýr sjúkdómur á minkabúum

Sjúkdómurinn hagar sér líkt og smitsjúkdómar.
Sjúkdómurinn hagar sér líkt og smitsjúkdómar.
Sjúkdómurinn smitandi fótasár (pododermatitis) virðist hafa skotið sér niður í sex minkabúum hér á landi. Ekki er um mörg dýr að ræða en gripið hefur verið til nauðsynlegra aðgerða vegna þessa.

Matvælastofnun segir í frétt á heimasíðu að sjúkdómurinn sé þekktur erlendis en lítið sé vitað um orsakir hans. Sjúkdómseinkenni eru bólgnar og sárar loppur dýranna en lóga verður öllum dýrum verði sjúkdómsins vart eða meðhöndla dýrin sérstaklega.

Dýralæknir loðdýrasjúkdóma hjá Matvælastofnun hefur sent öllum minkabændum og starfandi dýralæknum upplýsingar og tillögur að sérstakri aðgerðaáætlun vegna sjúkdómsins. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×