Innlent

Sextán fengu en 45 sóttu um

Fornleifappgröftur Átján milljónir voru til skiptanna í ár. fréttablaðið/anton
Fornleifappgröftur Átján milljónir voru til skiptanna í ár. fréttablaðið/anton
Stjórn Fornleifasjóðs hefur lokið úthlutun styrkja úr sjóðnum fyrir árið 2011. Fjárveiting til sjóðsins í ár var 17,2 milljónir króna. Samtals bárust 45 umsóknir að þessu sinni að upphæð 73 milljónir. Samþykktir voru styrkir til sextán aðila að upphæð átján milljónir.

Áframhaldandi fornleifarannsókn á Skriðuklaustri fékk hæsta styrkinn, þrjár milljónir króna. Fornleifauppgröftur í kirkjugarðinum á Hofsstöðum í Mývatnssveit fékk tvær og hálfa milljón.- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×