Innlent

150 tóku þátt í hópslysaæfingu

Fulltrúar Slökkviliðs Árnessýslu, Selfosslögreglu, almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínu, fylgdust með æfingu í gær.Fréttablaðið/Vilhelm
Fulltrúar Slökkviliðs Árnessýslu, Selfosslögreglu, almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínu, fylgdust með æfingu í gær.Fréttablaðið/Vilhelm
Æfð var móttaka tuttugu slasaðra einstaklinga og fyrstu viðbrögð heilbrigðisþjónustu á umfangsmikilli æfingu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands fyrir helgi.

 

Allir starfsmenn stofnunarinnar fengu boð um slys og um 150 starfsmenn tóku þátt í æfingunni, auk starfsfólks Neyðarlínu og almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra.

Auk æfingarinnar funduðu samráðshópar áfallahjálpar í umdæmum lögreglunnar á Selfossi, Hvolsvelli og í Vestmannaeyjum og fulltrúar samráðshóps áfallahjálpar í Samhæfingarstöðinni. Endað var á „skrifborðsæfingu“ þar sem æfð var samhæfing áfallahjálpar vegna hópslyss í umdæmi Selfosslögreglunnar.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×