Innlent

Nemar í Ásbrú fá skólagarða

Sannkallaðir skólagarðar segir framkvæmdastjóri Keilis.
Sannkallaðir skólagarðar segir framkvæmdastjóri Keilis.
Íbúum Ásbrúar á Keflavíkurflugvelli gefst nú kostur á að setja niður kartöflur og aðrar matjurtir í matjurtagörðum á Ásbrú, að því er segir í orðsendingu frá Hjálmari Árnasyni, framkvæmdastjóra Keilis.

„Líklega er það einsdæmi að skólagarðar bjóði námsfólki slíka aðstöðu. Þetta hófst í fyrrasumar í samstarfi Keilis, Háskólavalla, Reykjanesbæjar og Þróunarfélagsins. Margir nýttu sér þetta einstaka tækifæri og uppskáru vel um haustið. Nú hefur íbúum aftur verið boðið að fá reit í þessum matjurtagarði Ásbrúar. Má með sanni tala um eiginlega skólagarða,“ segir Hjálmar. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×