Innlent

Bílprófsaldur verði átján ár

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maður þarf að verða átján ára til að fá bílpróf, verði frumvarpið að lögum.
Maður þarf að verða átján ára til að fá bílpróf, verði frumvarpið að lögum.
Ungmenni munu þurfa að ná átján ára aldri þegar þau fá bílpróf, verði nýtt frumvarp til innanríkisráðherra til umferðarlaga að lögum. Frumvarpinu var dreift á Alþingi í dag.

Tillagan er byggð á tillögum starfshóps sem var skipaður árið 2008 til að fjalla um málefni ökunáms og ökukennslu hér á landi. Nefndin skilaði af sér skýrslu af þessu tilefni í september sama ár. Þar koma fram tillögur starfshópsins í 25 liðum ásamt nánari greinargerð um hvern lið.

Frumvarpið hefur áður verið lagt fram á Alþingi en ekki hlotið afgreiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×