Skepnur hafa hrakist í skurði og drukknað 24. maí 2011 07:00 Skepnur hafa ekki drepist í stórum stíl vegna öskufallsins frá Grímsvötnum líkt og bændur óttuðust í fyrstu. Unnið er að því að koma húsdýrum í skjól þar sem því verður við komið og sjá þeim fyrir rennandi vatni og hreinu fóðri. Fréttablaðið/Vilhelm Undir vegg Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir Vestur-Skaftafellsumdæmis, bjargaði í gær litlu fuglskríli sem leitað hafði skjóls frá öskurokinu undir þakskegginu hjá honum, en gefist upp og lagt sig á ruslatunnu við húsvegginn.Fréttablaðið/Vilhelm Dæmi eru um að dýr hafi drepist eftir að hafa hrakist í ógöngur vegna blindu frá gosmekkinum úr Grímsvötnum. Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir Vestur-Skaftafellsumdæmis, segir slík dæmi þó ekki mörg og hljóð í bændum á svæðinu ótrúlega gott miðað við aðstæður. Þar hafi hjálpað fyrstu fregnir um að tiltölulega lítið flúor mældist í öskunni, en það getur verið skepnunum hættulegt. Í gærmorgun hafði öskufall aukist á ný þannig að vart sá á milli húsa á Kirkjubæjarklaustri. Ástandið var svo enn verra þegar austar dró. „Þetta má samt ekki vara mikið lengur. Þá kæmi mér ekki á óvart þótt bændur yrðu að hella niður mjólk í dag." Mjólk var síðast sótt á bæina á föstudag. Nú segir Gunnar bændur reyna að tryggja dýrum sínum rennandi vatn og fóður. Ekki eru miklar fregnir af felli vegna öskufallsins, þótt vart hafi orðið við einhverjar dauðar skepnur. „En fyrir því geta verið ýmsar orsakir. Það þarf ekki að vera eitthvað í gosefnunum, heldur gæti það til dæmis verið stresstengt," segir Gunnar. Austur á Síðu segir hann vera dæmi um að skepnur hafi hrakist í skurði. „Askan fer í augun og dýrin sjá ekki nokkurn skapaðan hlut frekar en við." Á einum bæ segir hann meri hafa lent ofan í skurði og slasast nokkuð, auk þess sem folald hafi drukknað. Gunnar segir að þrátt fyrir allt hafi ekki enn verið mikið um hjálparbeiðnir frá bændum, hringt hafi verið úr Mýrdalnum þar sem var veik kýr, en útkall á það svæði verði kollegar á Hvolsvelli eða Hellu að annast. „Í öskufallinu núna er vonlaust að komast þessa leið þangað." olikr@frettabladid.is Grímsvötn Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Undir vegg Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir Vestur-Skaftafellsumdæmis, bjargaði í gær litlu fuglskríli sem leitað hafði skjóls frá öskurokinu undir þakskegginu hjá honum, en gefist upp og lagt sig á ruslatunnu við húsvegginn.Fréttablaðið/Vilhelm Dæmi eru um að dýr hafi drepist eftir að hafa hrakist í ógöngur vegna blindu frá gosmekkinum úr Grímsvötnum. Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir Vestur-Skaftafellsumdæmis, segir slík dæmi þó ekki mörg og hljóð í bændum á svæðinu ótrúlega gott miðað við aðstæður. Þar hafi hjálpað fyrstu fregnir um að tiltölulega lítið flúor mældist í öskunni, en það getur verið skepnunum hættulegt. Í gærmorgun hafði öskufall aukist á ný þannig að vart sá á milli húsa á Kirkjubæjarklaustri. Ástandið var svo enn verra þegar austar dró. „Þetta má samt ekki vara mikið lengur. Þá kæmi mér ekki á óvart þótt bændur yrðu að hella niður mjólk í dag." Mjólk var síðast sótt á bæina á föstudag. Nú segir Gunnar bændur reyna að tryggja dýrum sínum rennandi vatn og fóður. Ekki eru miklar fregnir af felli vegna öskufallsins, þótt vart hafi orðið við einhverjar dauðar skepnur. „En fyrir því geta verið ýmsar orsakir. Það þarf ekki að vera eitthvað í gosefnunum, heldur gæti það til dæmis verið stresstengt," segir Gunnar. Austur á Síðu segir hann vera dæmi um að skepnur hafi hrakist í skurði. „Askan fer í augun og dýrin sjá ekki nokkurn skapaðan hlut frekar en við." Á einum bæ segir hann meri hafa lent ofan í skurði og slasast nokkuð, auk þess sem folald hafi drukknað. Gunnar segir að þrátt fyrir allt hafi ekki enn verið mikið um hjálparbeiðnir frá bændum, hringt hafi verið úr Mýrdalnum þar sem var veik kýr, en útkall á það svæði verði kollegar á Hvolsvelli eða Hellu að annast. „Í öskufallinu núna er vonlaust að komast þessa leið þangað." olikr@frettabladid.is
Grímsvötn Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira