Nýtum þekkinguna til góðs- sameiginlegt átak gegn ofbeldi Elísabet Karlsdóttir skrifar 1. júní 2011 07:00 Á síðustu árum hafa verið unnar umfangsmiklar rannsóknir í samræmi við aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum. Rannsóknastofnun í barna-og fjölskylduvernd hefur haft umsjón með framkvæmd þessara rannsókna en það er í samræmi við markmið stofnunarinnar um fjölskyldurannsóknir og velferð barna. Þessar rannsóknir hafa aukið þekkingu á ofbeldi karla gegn konum í samfélaginu. Því miður er ofbeldi karla gegn konum íslenskur veruleiki og umfangið er það sama og hjá nágrönnum okkar í Danmörku. Ef horft er til ofbeldis sem konur verða fyrir af hálfu karls sem þær eru í nánu sambandi við (maka, sambúðaraðila eða kærasta) sýna niðurstöður að um 22% kvenna í íslensku samfélagi hafa verið beittar ofbeldi, og jafngildir þetta því að á bilinu 23-27 þúsund kvenna hafi verið beittar ofbeldi í nánum samböndum. Það vekur óhug að 6% kvenna segjast hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi. Ofbeldið er dulið í samfélaginu og aðeins lítill hluti kvennanna leitar til samtaka og stofnana sem geta aðstoðað konur til að losa sig út úr ofbeldinu. Þá er aðeins lítið brot af þessum málum sem kemur inn á borð lögreglunnar, en hér sem annars staðar er aðeins lítill hluti ofbeldis kærður. Mikill meirihluti kvennanna sagði þó að fyrrverandi maki hefði beitt ofbeldinu og ofbeldinu er því væntanlega lokið. Mjög mikilvægt er að vekja athygli á þeirri staðreynd að þegar er talað um ofbeldi í nánum samböndum, þar sem karl beitir konu ofbeldi, eru oft til staðar börn sem bera skaða af, en 75% kvennanna segja að börn hafi búið hjá sér við síðasta ofbeldisatvik og telur fjórðungur að börnin hafi verið til staðar við síðasta ofbeldisatvik. Þá voru 5% kvennanna ófrískar þegar síðasta ofbeldisatvik átti sér stað. Reynt hefur verið að meta umfang og eðli ofbeldis gegn börnum og samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF er það metið svo að tæplega 13% stúlkna og 3% drengja eigi á hættu að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sé þannig eitt alvarlegasta samfélagsmeinið gagnvart börnum í íslensku samfélagi. Þetta þarf að skoða frekar með áframhaldandi og víðtækari rannsóknum á ofbeldi gegn börnum, og hefur Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd hafið undirbúning að slíku verkefni. Nú hefur velferðarráðherra lagt fram skýrslu til alþingis með áætlunum um hvernig bregðast skuli við ofbeldi í íslensku samfélagi. Þekking á vandanum hefur aukist til muna og því hægt að móta og leggja fram tillögur byggðar á umfangsmiklum og traustum rannsóknarniðurstöðum. Þessar tillögur eru fjölþættar og þær krefjast samvinnu margra aðila svo að vel takist til. Ekki má heldur gleyma að gefa þarf gaum að þeim alvarlegu afleiðingum sem ofbeldið skilur eftir sig hjá þolanda ofbeldis og hvernig eigi að vinna með þann vanda. Þessu til viðbótar er tímabært að huga frekar að forsendum, aðstæðum og úrræðum sem varða gerendur ofbeldis. Það á einkanlega við um karlmenn sem gerendur en einnig konur. Ofbeldi í íslensku samfélagi er meinsemd sem brýntt er að vinna gegn. Látum okkur öll málið varða og hjálpum til við að vinna gegn ofbeldi í íslensku samfélagi með öllum ráðum. Tölum um ofbeldi eins og aðrar meinsemdir samfélagsins og breytum viðhorfi okkar. Það á enginn að þurfa að líða fyrir ofbeldi í samfélagi sem kennir sig við jöfnuð og mannréttindi.. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hafa verið unnar umfangsmiklar rannsóknir í samræmi við aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum. Rannsóknastofnun í barna-og fjölskylduvernd hefur haft umsjón með framkvæmd þessara rannsókna en það er í samræmi við markmið stofnunarinnar um fjölskyldurannsóknir og velferð barna. Þessar rannsóknir hafa aukið þekkingu á ofbeldi karla gegn konum í samfélaginu. Því miður er ofbeldi karla gegn konum íslenskur veruleiki og umfangið er það sama og hjá nágrönnum okkar í Danmörku. Ef horft er til ofbeldis sem konur verða fyrir af hálfu karls sem þær eru í nánu sambandi við (maka, sambúðaraðila eða kærasta) sýna niðurstöður að um 22% kvenna í íslensku samfélagi hafa verið beittar ofbeldi, og jafngildir þetta því að á bilinu 23-27 þúsund kvenna hafi verið beittar ofbeldi í nánum samböndum. Það vekur óhug að 6% kvenna segjast hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi. Ofbeldið er dulið í samfélaginu og aðeins lítill hluti kvennanna leitar til samtaka og stofnana sem geta aðstoðað konur til að losa sig út úr ofbeldinu. Þá er aðeins lítið brot af þessum málum sem kemur inn á borð lögreglunnar, en hér sem annars staðar er aðeins lítill hluti ofbeldis kærður. Mikill meirihluti kvennanna sagði þó að fyrrverandi maki hefði beitt ofbeldinu og ofbeldinu er því væntanlega lokið. Mjög mikilvægt er að vekja athygli á þeirri staðreynd að þegar er talað um ofbeldi í nánum samböndum, þar sem karl beitir konu ofbeldi, eru oft til staðar börn sem bera skaða af, en 75% kvennanna segja að börn hafi búið hjá sér við síðasta ofbeldisatvik og telur fjórðungur að börnin hafi verið til staðar við síðasta ofbeldisatvik. Þá voru 5% kvennanna ófrískar þegar síðasta ofbeldisatvik átti sér stað. Reynt hefur verið að meta umfang og eðli ofbeldis gegn börnum og samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF er það metið svo að tæplega 13% stúlkna og 3% drengja eigi á hættu að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sé þannig eitt alvarlegasta samfélagsmeinið gagnvart börnum í íslensku samfélagi. Þetta þarf að skoða frekar með áframhaldandi og víðtækari rannsóknum á ofbeldi gegn börnum, og hefur Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd hafið undirbúning að slíku verkefni. Nú hefur velferðarráðherra lagt fram skýrslu til alþingis með áætlunum um hvernig bregðast skuli við ofbeldi í íslensku samfélagi. Þekking á vandanum hefur aukist til muna og því hægt að móta og leggja fram tillögur byggðar á umfangsmiklum og traustum rannsóknarniðurstöðum. Þessar tillögur eru fjölþættar og þær krefjast samvinnu margra aðila svo að vel takist til. Ekki má heldur gleyma að gefa þarf gaum að þeim alvarlegu afleiðingum sem ofbeldið skilur eftir sig hjá þolanda ofbeldis og hvernig eigi að vinna með þann vanda. Þessu til viðbótar er tímabært að huga frekar að forsendum, aðstæðum og úrræðum sem varða gerendur ofbeldis. Það á einkanlega við um karlmenn sem gerendur en einnig konur. Ofbeldi í íslensku samfélagi er meinsemd sem brýntt er að vinna gegn. Látum okkur öll málið varða og hjálpum til við að vinna gegn ofbeldi í íslensku samfélagi með öllum ráðum. Tölum um ofbeldi eins og aðrar meinsemdir samfélagsins og breytum viðhorfi okkar. Það á enginn að þurfa að líða fyrir ofbeldi í samfélagi sem kennir sig við jöfnuð og mannréttindi..
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun