Erlent

Kosið um nýju stjórnarskrána

Múhameð VI. konungur greiðir atkvæði.
Múhameð VI. konungur greiðir atkvæði. Mynd/AFP
Marokkóbúar greiddu í gær atkvæði um nýja stjórnarskrá, sem konungur landsins segir svar við lýðræðiskröfum sem gert hafa vart við sig þar undanfarna mánuði eins og víðar í löndum Norður-Afríku.

Gagnrýnendur segja nýju stjórnarskrána þó tryggja konunginum áfram öll völd í landinu, þótt hún auki nokkuð völd bæði þjóðþingsins og dómsvaldsins. Einnig tryggir hún betur rétt kvenna og minnihlutahópa.

Talið var fullvíst að stjórnarskráin yrði samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×