Innlent

Tilkynningum fækkar um 13%

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Mynd/Valli
Tilkynningum til barnaverndarnefnda fækkaði um 13 prósent fyrstu þrjá mánuði ársins 2011, borið saman við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í frétt á vef Barnaverndarstofu.

Fjöldi tilkynninga í ár var 2.148 fyrstu þrjá mánuði ársins, en var 2.466 fyrstu þrjá mánuði ársins 2010. Flestar tilkynningar bárust vegna áhættuhegðunar barna, eða um 44 prósent. Rúm 30 prósent tilkynninga voru vegna vanrækslu á börnum. Tæpur fjórðungur barst vegna ofbeldis gegn barni.

Umsóknum um meðferðarheimili fækkaði úr 48 í 28 á milli ára, en umsóknum um fósturheimili fyrir börn fjölgaði úr 31 í 46 á umræddu tímabili.

- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×