Erlent

Bíður dóms fyrir minni glæpi

Foreldrar hennar hafa ekkert talað við hana síðan hún var handtekin.
Foreldrar hennar hafa ekkert talað við hana síðan hún var handtekin. Mynd/AP
Allar bendir nú til þess að Casey Anthony, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í tæp þrjú ár grunuð um að hafa myrt tveggja ára dóttur sína, verði látin laus í dag þegar kveðinn verður upp dómur í máli hennar.

Á þriðjudag sýknaði kviðdómur hana af morðákærunni en dæmdi hana seka um að hafa logið að lögreglu um tildrög hvarfs dótturinnar. Líklegt er talið að Anthony fái fjögurra ára fangelsisdóm fyrir þau brot, en þar sem hún hefur þegar setið nærri þrjú ár í gæsluvarðhaldi er talið líklegt að sú refsing verði látin duga og hún því látin laus.

Casey Anthony yfirgaf heimili sitt um leið og dóttirin hvarf. Næsta mánuðinn stundaði hún skemmtanalífið grimmt og lét engan vita af hvarfi dótturinnar. Hún var síðar þá handtekin og ákærð fyrir að hafa myrt barnið. Líkið fannst skammt frá heimili foreldra hennar í desember 2008.

Anthony héldu því fram að dóttir henna hafi drukknað af slysförum í sundlaug foreldra hennar. Hún hafi þá fyllst örvilnan, falið líkið og forðað sér.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×