Erlent

Leikskólabörn upplifa streitu

Ung börn eru oft mjög þreytt í lok leikskóladags.
Ung börn eru oft mjög þreytt í lok leikskóladags. Mynd/Valli
Dvöl á leikskóla allan daginn er of streituvaldandi fyrir ung börn, samkvæmt nýrri rannsókn Norska tækniháskólans.

Börn undir tveggja ára aldri á leikskólum mældust með mikið magn af kortisóli, sem er streituhormón. Að sögn prófessorsins May Drugli er mikill hraði, hávaði, stórir hópar og skortur á huggun það sem reynist börnunum erfiðast. Á meðan börn sem hafi náð þriggja ára aldri geti tjáð sig og þarfir sínar þurfi yngri börn að hafa í kringum sig fullorðið fólk sem skilji og sinni þörfum þeirra.

Hún vill þó ekki að skuldinni sé skellt á foreldra fyrir að setja börnin á leikskóla, heldur segir hún að leikskólar í Noregi hafi látið yngstu börnin mæta afgangi.

Það sé ekki mjög mikilvægt fyrir yngstu börnin að hafa klifurveggi eða annars konar leikföng, heldur skipti mestu máli að hafa fullorðið fólk sem tali við þau.

Helmingur foreldra sem rætt var við vegna rannsóknarinnar sagði börnin sín þreytt eftir heilan dag á leikskóla. Tveir þriðju leikskólakennara sögðu börnin oftast vera mjög þreytt í lok dags.

- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×