Innlent

Herflugvélabann undir smásjánni

Þetta vilja Jón Gnarr borgarstjóri og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ekki sjá.
Þetta vilja Jón Gnarr borgarstjóri og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ekki sjá. Mynd/Valli
Í utanríkisráðuneytinu er það nú til vandlegrar skoðunar hvort fyrirhugað lendingarbann herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli sé mögulegt og í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Íslendinga.

Í drögum að samkomulagi á milli Jóns Gnarr borgarstjóra og Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra segir að unnið skuli með það að leiðarljósi að banna umferð herflugvéla og flug í þágu hertengdrar starfsemi um flugvöllinn nema þegar hann þjónar hlutverki sem varaflugvöllur.

Lendingarleyfi allra flugvéla erlendra ríkisstjórna, þar á meðal herflugvéla, eru hins vegar afgreidd af utanríkisráðuneytinu.

Fréttablaðið falaðist eftir skoðun á málinu hjá ráðuneytinu og hvort starfsmenn þess teldu bann af þessu tagi myndu brjóta í bága við alþjóðlegar skuldbindingar.

Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir málið flókið, þar sem málaflokkurinn varnarmál sé óðum að flytjast til innanríkisráðuneytisins þótt lendingarleyfin séu enn á könnu utanríkisráðuneytisins.

- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×