„Þetta er mikill sorgardagur“ 23. júlí 2011 05:30 Mynd/AP „Þetta mun sennilega breyta þeirri sýn sem við Norðmenn höfum haft á heiminn,” segir Tor Magnus Horten, arkitektanemi í Ósló. „Maður getur kannski gert sér það í hugarlund núna hvernig Óslóarbúum leið þegar Þjóðverjar hertóku borgina 9. apríl árið 1940.“ Það var undarlegt andrúmsloftið í miðbæ Óslóar eftir sprenginguna í gær. Fólk stóð og horfði í forundran á glerlausa stjórnvaldsbygginguna þar sem gardínur flöksuðu út um glugga þar sem áður hafði verið gler. Búið var að loka stórum hluta miðborgarinnar en lögreglan var í óða önn að stækka bannsvæðið. Rúður höfðu brotnað á mun stærra svæði en á bannsvæðinu. Höggbylgjan hafði áhrif langt út fyrir miðborgina og inn í næstu hverfi. Víða var hætta á að glerbrot myndu falla frá byggingum. Strax eftir sprenginguna var verslunum í nágrenninu lokað. Verslunum í Storo-hverfinu sem er í norðurhluta Óslóar, talsvert frá miðbænum, var meira að segja lokað. Þegar líða fór á daginn var samt rólegt um að litast í borginni. Verslunar- og veitingastaðaeigendur hófust handa við að byrgja fyrir glugga í verslunum og veitingastöðum. Töluverður hópur fólks var á ferli – að skoða og taka myndir. Sumir kaffihúsaeigendur þrjóskuðust við og opnuðu staði sína. Margir sátu og fengu sér kaffisopa eða bjór innan um rústir og glerbrot. Lögreglan í Ósló bað fólk að halda sig heima í gærkvöldi og aflýsa öllu skemmtanahaldi og einkasamkvæmum. Að hluta til vegna þess að ástandið er enn mjög óljóst en einnig vegna þess að lögreglunni gæti reynst erfitt að sinna venjubundnum útköllum. Óslóarbúum er eins og gefur að skilja brugðið. Sömu sögu er að segja af arkitektanemanum Tor Magnus: „Þetta er mikill sorgardagur.“ Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Sjá meira
„Þetta mun sennilega breyta þeirri sýn sem við Norðmenn höfum haft á heiminn,” segir Tor Magnus Horten, arkitektanemi í Ósló. „Maður getur kannski gert sér það í hugarlund núna hvernig Óslóarbúum leið þegar Þjóðverjar hertóku borgina 9. apríl árið 1940.“ Það var undarlegt andrúmsloftið í miðbæ Óslóar eftir sprenginguna í gær. Fólk stóð og horfði í forundran á glerlausa stjórnvaldsbygginguna þar sem gardínur flöksuðu út um glugga þar sem áður hafði verið gler. Búið var að loka stórum hluta miðborgarinnar en lögreglan var í óða önn að stækka bannsvæðið. Rúður höfðu brotnað á mun stærra svæði en á bannsvæðinu. Höggbylgjan hafði áhrif langt út fyrir miðborgina og inn í næstu hverfi. Víða var hætta á að glerbrot myndu falla frá byggingum. Strax eftir sprenginguna var verslunum í nágrenninu lokað. Verslunum í Storo-hverfinu sem er í norðurhluta Óslóar, talsvert frá miðbænum, var meira að segja lokað. Þegar líða fór á daginn var samt rólegt um að litast í borginni. Verslunar- og veitingastaðaeigendur hófust handa við að byrgja fyrir glugga í verslunum og veitingastöðum. Töluverður hópur fólks var á ferli – að skoða og taka myndir. Sumir kaffihúsaeigendur þrjóskuðust við og opnuðu staði sína. Margir sátu og fengu sér kaffisopa eða bjór innan um rústir og glerbrot. Lögreglan í Ósló bað fólk að halda sig heima í gærkvöldi og aflýsa öllu skemmtanahaldi og einkasamkvæmum. Að hluta til vegna þess að ástandið er enn mjög óljóst en einnig vegna þess að lögreglunni gæti reynst erfitt að sinna venjubundnum útköllum. Óslóarbúum er eins og gefur að skilja brugðið. Sömu sögu er að segja af arkitektanemanum Tor Magnus: „Þetta er mikill sorgardagur.“
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Sjá meira