Erlent

Var tvisvar næstum flúinn

Hér smíðaði Anders Breivik sprengjuna sem sprakk í miðborg Óslóar.
Hér smíðaði Anders Breivik sprengjuna sem sprakk í miðborg Óslóar. Nordicphotos/AFP
Með stefnuyfirlýsingu sinni birti Anders Behring Breivik dagbók um athæfi sitt vikurnar fyrir hryðjuverkin. Þar lýsir Breivik vinnu sinni og frístundum meðan á smíði sprengjunnar stóð.

Meðal þess sem fram kemur í dagbókinni eru lýsingar á því hvernig Breivik var tvisvar kominn á fremsta hlunn með að flýja þar sem hann óttaðist að komist hefði upp um sig. Þá kemur fram að hann missti stundum móðinn þegar illa gekk en þá fór hann iðulega út að borða á dýrum veitingastað. Hann tók sér jafnframt stundum frí til að horfa á sjónvarpsþætti og horfði til dæmis á öll þrjú kvöld Eurovision í maí.

- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×