Erlent

Wyclef skotinn á Haítí

Wyclef Jean.
Wyclef Jean.
Tónlistarmaðurinn Wyclef Jean hefur verið útskrifaður af spítala eftir að hann var skotinn í höndina nærri Port-au-Prince, höfuðborg Haíti. Samkvæmt fréttavef BBC þá eru málsatvik óljós en hann var skotinn seint að kvöldi laugardags að staðartíma.

Talsmaður Wyclefs lýsti því yfir að tónlistarmaðurinn væri að ná sér eftir að hafa verið skotinn.

Wyclef fæddist á Haítí en hann ætlaði að bjóða sig fram sem forseta landsins á síðasta ári eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir með þeim afleiðingum að 230 þúsund manns létust og milljón íbúa eru heimilislausir.

Í ljós kom að hann fullnægði ekki skilyrðum til þess að bjóða sig fram, þar sem hann hafði ekki verið búsettur á Haítí síðustu fimm ár.

Wyclef var skotinn sama kvöld og forsetakosningarnar fóru fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×