Erlent

Lyfjuð pokadýr, ekki geimverur

Vallabíur á Tasmaníu éta af ópíumökrum þar sem framleidd eru hráefni í ýmiss konar lyf.
Vallabíur á Tasmaníu éta af ópíumökrum þar sem framleidd eru hráefni í ýmiss konar lyf. Mynd/AP
Akurhringir á ópíumræktarsvæðum á eyjunni Tasmaníu eru ekki af völdum gesta frá öðrum hnetti, eins og sumir gætu haldið, heldur dýra í óreglu.

Í frétt BBC er haft eftir ríkissaksóknara Tasmaníu að vallabíur, lítil pokadýr náskyld kengúrum, hafi orðið uppvísar af valmúaáti á ópíumökrum, þar sem framleitt er hráefni í lyf.

Eftir að hafa gætt sér á valmúanum komast þær í mikla vímu og hoppa í hringi þar til þær lognast út af í lyfjamóki.

Ekki er um víðtækt vandamál að ræða, en þó hefur orðið vart við að önnur dýr, svo sem kindur, séu líka að gæða sér á ólyfjaninni.

- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×