Gylfi Þór: Líkaminn orðinn þreyttur eftir sumarið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. ágúst 2011 10:00 Gylfi Þór er að jafna sig á hnémeiðslum þessa dagana. Gylfi Þór Sigurðsson er meiddur á hné og getur ekki spilað með íslenska landsliðinu þegar það mætir Ungverjalandi ytra í vináttulandsleik á miðvikudaginn næstkomandi. Þetta staðfesti hann í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég er allur að koma til en er ekki orðinn 100 prósent ennþá,“ sagði Gylfi, sem hefur glímt við hnémeiðsli í um þrjár vikur. „Þetta gerðist strax á þriðja eða fjórða degi undirbúningstímabilsins,“ sagði Gylfi, sem spilaði með íslenska U-21 landsliðinu á EM í Danmörku í júní. „Líklega var líkaminn orðinn þreyttur eftir sumarið og ég byrjaði aðeins of fljótt aftur. En ég vona að þetta fari allt að koma eftir helgina.“ Gylfi ákvað í samráði við Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara að vera áfram í Þýskalandi í meðhöndlun hjá félagi sínu, Hoffenheim. Keppni í þýsku úrvalsdeildinni hefst í dag en Gylfi missir af leik Hoffenheim gegn Hannover. Hann segir meiðsli sín þó ekki mjög alvarleg. „Ég er með sködduð liðbönd í hné en hef þurft óvenjulega langan tíma til að jafna mig. En maður veit svo sem aldrei hvað svona lagað þarf langan tíma.“ Líst vel á nýja þjálfarannNýr þjálfari, Holger Stanislawski, tók við stjórn Hoffenheim fyrir tímabilið og líst Gylfa vel á hann. „Leikmönnum líkar mjög vel við hann og mér líka. Hann er harður og leggur hart að okkur en það er ljóst að hann er almennilegur þjálfari – allt annað en sá síðasti sem við vorum með.“ Ralf Rangnick var stjóri Hoffenheim þegar Gylfi kom til félagsins fyrir ári en hætti síðan um áramótin vegna deilna við eigendurfélagsins. Marco Pezzaiuoli tók við en var látinn fara í lok tímabilsins. „Rangnick var búinn að vera hjá félaginu í fimm ár og er mjög góður þjálfari. Ég vona að þessi eigi líka eftir að gera góða hluti,“ sagði Gylfi, sem hefur rætt við Stanislawski um hlutverk sitt í liðinu. „Ég á ekki von á því að hann breyti miklu hvað leikskipulagið varðar en mér líst mjög vel á það sem hann hefur sagt mér. Ég á samt fastlega von á því að ég verði á bekknum fyrst um sinn á meðan ég kem mér aftur í form eftir meiðslin en vona að ég nái síðan að vinna mér sæti í liðinu.“ Þýski boltinn Mest lesið Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson er meiddur á hné og getur ekki spilað með íslenska landsliðinu þegar það mætir Ungverjalandi ytra í vináttulandsleik á miðvikudaginn næstkomandi. Þetta staðfesti hann í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég er allur að koma til en er ekki orðinn 100 prósent ennþá,“ sagði Gylfi, sem hefur glímt við hnémeiðsli í um þrjár vikur. „Þetta gerðist strax á þriðja eða fjórða degi undirbúningstímabilsins,“ sagði Gylfi, sem spilaði með íslenska U-21 landsliðinu á EM í Danmörku í júní. „Líklega var líkaminn orðinn þreyttur eftir sumarið og ég byrjaði aðeins of fljótt aftur. En ég vona að þetta fari allt að koma eftir helgina.“ Gylfi ákvað í samráði við Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara að vera áfram í Þýskalandi í meðhöndlun hjá félagi sínu, Hoffenheim. Keppni í þýsku úrvalsdeildinni hefst í dag en Gylfi missir af leik Hoffenheim gegn Hannover. Hann segir meiðsli sín þó ekki mjög alvarleg. „Ég er með sködduð liðbönd í hné en hef þurft óvenjulega langan tíma til að jafna mig. En maður veit svo sem aldrei hvað svona lagað þarf langan tíma.“ Líst vel á nýja þjálfarannNýr þjálfari, Holger Stanislawski, tók við stjórn Hoffenheim fyrir tímabilið og líst Gylfa vel á hann. „Leikmönnum líkar mjög vel við hann og mér líka. Hann er harður og leggur hart að okkur en það er ljóst að hann er almennilegur þjálfari – allt annað en sá síðasti sem við vorum með.“ Ralf Rangnick var stjóri Hoffenheim þegar Gylfi kom til félagsins fyrir ári en hætti síðan um áramótin vegna deilna við eigendurfélagsins. Marco Pezzaiuoli tók við en var látinn fara í lok tímabilsins. „Rangnick var búinn að vera hjá félaginu í fimm ár og er mjög góður þjálfari. Ég vona að þessi eigi líka eftir að gera góða hluti,“ sagði Gylfi, sem hefur rætt við Stanislawski um hlutverk sitt í liðinu. „Ég á ekki von á því að hann breyti miklu hvað leikskipulagið varðar en mér líst mjög vel á það sem hann hefur sagt mér. Ég á samt fastlega von á því að ég verði á bekknum fyrst um sinn á meðan ég kem mér aftur í form eftir meiðslin en vona að ég nái síðan að vinna mér sæti í liðinu.“
Þýski boltinn Mest lesið Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Sjá meira