Annar tveggja Black Pistons-manna tók á sig meginsök 30. ágúst 2011 07:00 Í dómsal Davíð Freyr Rúnarsson og Ríkharð Júlíus Ríkharðsson mættu í lögreglufylgd í dómsal í gær. Annar tveggja manna sem ákærðir eru fyrir að svipta rúmlega tvítugan mann frelsi sínu í maí 2011, misþyrma honum hrottalega og reyna að kúga út úr honum fé tók á sig meginsök við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Mennirnir eru báðir sagðir félagar í mótorhjólagenginu Black Pistons. Annar þeirra, Davíð Freyr Rúnarsson, játaði að hafa ráðist á fórnarlambið. Hann neitaði að hafa svipt manninn frelsi og sagði hinn manninn, Ríkharð Júlíus Ríkharðsson, sem talinn er forsprakki Black Pistons, lítið sem ekkert hafa tekið þátt í misþyrmingunum. Davíð Freyr kvaðst hafa sótt fórnarlambið í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði og farið með hann heim til Ríkharðs. „Hann var að bulla hitt og þetta um allan bæ um mig, meðal annars að hann væri að rukka og selja eiturlyf með mér,“ sagði Davíð um fórnarlambið. Hann kvað engum hótunum né bareflum hafa verið beitt. Þegar saksóknari spurði Davíð Frey hvort hann væri að vernda Ríkharð eða láta undan hótunum hans með því að breyta framburði sínum og taka á sig sök kvað Davíð Freyr svo alls ekki vera. Hann rakti síðan ferðir sínar með fórnarlambinu eftir dvölina heima hjá Ríkharði. Hann kvaðst meðal annars hafa komið við á Bústaðaveginum til að kaupa sér amfetamín. Aftur hefði verið haldið heim til Ríkharðs og þaðan í iðnaðarhúsnæði í Dugguvogi, þar sem dvalið hefði verið um hríð en síðan aftur heim til Ríkharðs. Ríkharð gerði lítið úr sínum þætti málsins, en kvað fórnarlambið þó „rosalega lygasjúkt kvikindi“ sem skuldaði sér persónulega tvær milljónir fyrir að koma honum út úr vandræðum. Fyrir dómi lýsti fórnarlambið hvernig sér hefði verið haldið nauðugum, hann barinn með rafmagnssnúrum og moppuskafti, honum hótað að úr honum yrðu dregnar tennur, skorið á sinar hans og neglur fjarlægðar afhenti hann ekki ferðatölvu, tvö sjónvarpstæki, fasteign, mótorhjól og bíla, auk tíu milljóna. „Þeir sögðu að ég hefði svikið þá og lömdu mig í bak og fyrir,“ sagði fórnarlambið og bætti við að þeir hefðu svo látið stelpu farða sig, en í gögnum málsins eru myndir af unga manninum sem sýna mikla áverka í andliti. Eftir þetta lá leiðin í Borgartún, þar sem Davíð Freyr lét klippa sig. Fórnarlambið bað þá um að fá að fara á salernið, en hljóp þaðan beint á lögreglustöðina á Hverfisgötu. jss@frettabladid.is Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Annar tveggja manna sem ákærðir eru fyrir að svipta rúmlega tvítugan mann frelsi sínu í maí 2011, misþyrma honum hrottalega og reyna að kúga út úr honum fé tók á sig meginsök við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Mennirnir eru báðir sagðir félagar í mótorhjólagenginu Black Pistons. Annar þeirra, Davíð Freyr Rúnarsson, játaði að hafa ráðist á fórnarlambið. Hann neitaði að hafa svipt manninn frelsi og sagði hinn manninn, Ríkharð Júlíus Ríkharðsson, sem talinn er forsprakki Black Pistons, lítið sem ekkert hafa tekið þátt í misþyrmingunum. Davíð Freyr kvaðst hafa sótt fórnarlambið í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði og farið með hann heim til Ríkharðs. „Hann var að bulla hitt og þetta um allan bæ um mig, meðal annars að hann væri að rukka og selja eiturlyf með mér,“ sagði Davíð um fórnarlambið. Hann kvað engum hótunum né bareflum hafa verið beitt. Þegar saksóknari spurði Davíð Frey hvort hann væri að vernda Ríkharð eða láta undan hótunum hans með því að breyta framburði sínum og taka á sig sök kvað Davíð Freyr svo alls ekki vera. Hann rakti síðan ferðir sínar með fórnarlambinu eftir dvölina heima hjá Ríkharði. Hann kvaðst meðal annars hafa komið við á Bústaðaveginum til að kaupa sér amfetamín. Aftur hefði verið haldið heim til Ríkharðs og þaðan í iðnaðarhúsnæði í Dugguvogi, þar sem dvalið hefði verið um hríð en síðan aftur heim til Ríkharðs. Ríkharð gerði lítið úr sínum þætti málsins, en kvað fórnarlambið þó „rosalega lygasjúkt kvikindi“ sem skuldaði sér persónulega tvær milljónir fyrir að koma honum út úr vandræðum. Fyrir dómi lýsti fórnarlambið hvernig sér hefði verið haldið nauðugum, hann barinn með rafmagnssnúrum og moppuskafti, honum hótað að úr honum yrðu dregnar tennur, skorið á sinar hans og neglur fjarlægðar afhenti hann ekki ferðatölvu, tvö sjónvarpstæki, fasteign, mótorhjól og bíla, auk tíu milljóna. „Þeir sögðu að ég hefði svikið þá og lömdu mig í bak og fyrir,“ sagði fórnarlambið og bætti við að þeir hefðu svo látið stelpu farða sig, en í gögnum málsins eru myndir af unga manninum sem sýna mikla áverka í andliti. Eftir þetta lá leiðin í Borgartún, þar sem Davíð Freyr lét klippa sig. Fórnarlambið bað þá um að fá að fara á salernið, en hljóp þaðan beint á lögreglustöðina á Hverfisgötu. jss@frettabladid.is
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira