Innlent

Kallað eftir forsætisráðherra

jóhanna sigurðardóttir
jóhanna sigurðardóttir
Stjórnarandstaðan fór mikinn á þingi í gær og kvartaði yfir því að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra væri ekki viðstödd óundirbúinn fyrirspurnartíma ráðherra. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, forseti Alþingis, útskýrði að forsætisráðherra væri upptekinn vegna komu erlendra ráðamanna. Það sló ekki á gagnrýni stjórnarandstöðunnar.

Stjórnarliðar töldu ómaklega að Jóhönnu vegið, hún væri þaulsætin á þingi, nokkuð sem stjórnarandstaðan tók ekki undir. Stjórnarliðar minntu á að þetta væri annar fyrirspurnartíminn á þingstubbnum og forsætisráðherra mundi reyna að vera viðstaddur fyrirspurnartíma í næstu viku.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×