Tónlist

Þrenna á einum degi

þrennir tónleikar Friðrik Ómar heldur upp á þrítugsafmælið sitt með þrennum tónleikum 1. október.
þrennir tónleikar Friðrik Ómar heldur upp á þrítugsafmælið sitt með þrennum tónleikum 1. október.
Friðrik Ómar hefur bætt miðnæturtónleikum við afmælistónleikaröð sína 1. október í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Hann heldur því þrenna tónleika þennan eina og sama dag. Eitt þúsund miðar eru þegar seldir og líklega bætast nú 500 við til viðbótar.

„Þetta átti að vera lítið og krúttlegt en þetta er aðeins búið að vinda upp á sig,“ segir Friðrik Ómar, afar þakklátur fyrir viðtökurnar. Aðspurður segist hann alveg hafa orku í þrenna tónleika á einum degi. „Af því að þetta eru þrítugstónleikar. Það væri annað ef ég væri sextugur,“ segir hann og hlær.

Söngvarinn, sem verður þrítugur 4. október, verður með um tuttugu manns á sviðinu þegar mest er. Meðal gesta verða Guðrún Gunnarsdóttir, Jógvan Hansen og Regína Ósk. Friðrik hefur á ferilskránni nær 200 hljóðritanir, 60 þúsund seldar plötur og óteljandi tónleika víða um land. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×