Innlent

Furðar sig á töfum málsins

Níu mánuðir eru síðan Eyraroddi á Flateyri var úrskurðaður gjaldþrota. Fréttablaðið/anton
Níu mánuðir eru síðan Eyraroddi á Flateyri var úrskurðaður gjaldþrota. Fréttablaðið/anton
Samningar hafa ekki tekist um sölu á eftirstandandi eignum þrotabús útgerðarfyrirtækisins Eyrarodda á Flateyri. Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish, sem lagði fram tilboð í eignirnar í ágúst, segir furðu sæta að niðurstaða sé ekki komin í málið. Ekki náðist í skiptastjóra Eyrarodda í gær.

Eyraroddi fór í þrot í byrjun árs og misstu við það 42 starfsmenn vinnuna. Útgerðarfyrirtækið Lotna gekk frá kaupum á hluta eigna fyrirtækisins um miðjan síðasta mánuð. Arctic Fish keypti fyrir skömmu Dýrfisk á Þingeyri sem stundar eldi á regnbogasilungi. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×