Innlent

Þolinmæði lögreglumanna er á þrotum

Í fyrravor söfnuðust lögreglumenn saman við húsnæði Ríkissáttasemjara til mótmæla.
Fréttablaðið/pjetur
Í fyrravor söfnuðust lögreglumenn saman við húsnæði Ríkissáttasemjara til mótmæla. Fréttablaðið/pjetur
Lögreglumenn á Suðurnesjum segja þolinmæði stéttarinnar vegna kjaramála á þrotum. Lögreglumenn hafa verið með lausa kjarasamninga í 283 daga.

Ályktun um stöðuna var samþykkt á fundi Lögreglufélags Suðurnesja á fimmtudag. Í henni segir að ekki verði unað við að lögreglumenn dragist lengur aftur úr viðmiðunarstéttum í launum. Deilan sé nú í gerðardómi og séu vonir bundnar við að niðurstaða hans verði viðunandi.

„Annars er úr vöndu að ráða fyrir alla sem hlut eiga að máli. Lögreglumenn hafa verið að stilla saman strengi sína síðustu vikur þar sem þolinmæði þeirra er á þrotum.“ - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×