Innlent

Farið yfir nýlegar jarðhræringar á íbúafundi

Töluvert hefur verið um hræringar í Mýrdalsjökli undanfarna daga og vikur. Slíkt er fyrirboði um eldgos þótt þess geti samt enn verið langt að bíða.
Fréttablaðið/gva
Töluvert hefur verið um hræringar í Mýrdalsjökli undanfarna daga og vikur. Slíkt er fyrirboði um eldgos þótt þess geti samt enn verið langt að bíða. Fréttablaðið/gva
Farið verður yfir nýlegar jarðhræringar í Eyjafjallajökli á íbúafundi í Vík í Mýrdal í kvöld. Þar mun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur skýra stöðuna fyrir heimamönnum, að sögn Ásgeirs Magnússonar, sveitarstjóra Mýrdalshrepps.

Ásgeir segir að lengi hafi staðið til að halda fund sem þennan. „Hann tengist svo sem ekki endilega þeirri stöðu sem er uppi einmitt núna. Það hefur bara staðið til lengi að fara yfir þessi mál,“ segir hann. „Staðan hefur verið töluvert til umfjöllunar upp á síðkastið og þess vegna var ákveðið að gera þetta núna svo fólk fengi að vita aðeins meira en við þessa hefðbundnu tveggja mínútna yfirferð í fréttatímum.“

Almannavarnarnefndin á svæðinu, undir forystu Kjartans Þorkelssonar, sýslumanns á Hvolsvelli, stendur fyrir fundinum. Ásgeir segir að ekki verði farið yfir rýmingaráætlanir eða neitt slíkt á fundinum, enda séu þær æfðar reglulega og flestir ættu að vera vel skólaðir í þeim.

Fundurinn verður í Leikskálum og hefst klukkan átta.

- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×