Baráttan er ekki búin þrátt fyrir sigurinn 17. september 2011 00:00 Hrósar sigri Helle Thorning-Schmidt verður næsti forsætisráðherra Danmerkur eftir kosningasigur vinstriflokkanna. Hún verður fyrsta konan til að gegna því embætti.NordicPhotos/AFP AFP/Nordicphotos „Okkur tókst það!“ sagði Helle Thorning-Schmidt, formaður jafnaðarmanna, í hópi stuðningsmanna í fyrrakvöld, þegar ljóst varð að vinstriflokkarnir hefðu náð þingmeirhluta eftir tíu ára valdasetu hægrimanna. Sigurinn var þó ekki eins öruggur og kannanir höfðu gefið í skyn, en vinstriflokkarnir fengu 89 sæti gegn 86 hjá hægriflokkunum. Sigurvíman var fölskvalaus en verður þó að skoðast í því samhengi að jafnaðarmenn misstu eilítið fylgi og hafa raunar ekki hlotið verri kosningu í rúma öld. Thorning-Schmidt fékk í gær umboð drottningar til stjórnarmyndunar og verður þar með fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra. Fyrst verður hún hins vegar að mynda stjórn, en með henni verður Sósíalistaflokkurinn og jafnvel Róttæki flokkurinn, sem vann verulega á í kosningunum. Þá mun Samstöðulistinn, sem er vinstrisinnaðastur allra flokka, verja stjórnina falli. Það sem fyrir liggur hjá nýrri stjórn er að örva efnahags- og atvinnulíf Danmerkur, en auk þess hafa vinstriflokkarnir lofað því að standa vörð um velferðarkerfið og jafnvel auka skatta á banka og aðrar fjármálastofnanir. Það sem flækir málin er að Róttækir, sem eru frjálslyndasti flokkur vinstriblokkarinnar, höfðu fyrr á árinu samið við hægriflokkana um víðtæka hagræðingaráætlun í ríkisfjármálunum. Má ætla að þeir setji sig gegn því að sú áætlun verði dregin til baka og um það þurfi að semja. Ein stærstu tíðindi kosninganna eru þau að Danski þjóðarflokkurinn, sem hafði mikil áhrif á stefnu hægristjórnarinnar, missti fylgi. Við það ætti áhersla á hert innflytjendalög að minnka. Lars Lökke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, er í einkennilegri stöðu þar sem flokkur hans, Venstre, hélt sínu og vel það, en Íhaldsflokkurinn, sem var með honum í stjórn, galt afhroð og missti tíu af átján þingmönnum. Þrátt fyrir að sigurinn væri sætur lagði Thorning-Schmidt engu að síður áherslu á það í sigurræðu sinni að allir væru velkomnir að borðinu og samvinna „yfir miðjuna“ yrði henni afar mikilvæg á komandi kjörtímabili. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira
„Okkur tókst það!“ sagði Helle Thorning-Schmidt, formaður jafnaðarmanna, í hópi stuðningsmanna í fyrrakvöld, þegar ljóst varð að vinstriflokkarnir hefðu náð þingmeirhluta eftir tíu ára valdasetu hægrimanna. Sigurinn var þó ekki eins öruggur og kannanir höfðu gefið í skyn, en vinstriflokkarnir fengu 89 sæti gegn 86 hjá hægriflokkunum. Sigurvíman var fölskvalaus en verður þó að skoðast í því samhengi að jafnaðarmenn misstu eilítið fylgi og hafa raunar ekki hlotið verri kosningu í rúma öld. Thorning-Schmidt fékk í gær umboð drottningar til stjórnarmyndunar og verður þar með fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra. Fyrst verður hún hins vegar að mynda stjórn, en með henni verður Sósíalistaflokkurinn og jafnvel Róttæki flokkurinn, sem vann verulega á í kosningunum. Þá mun Samstöðulistinn, sem er vinstrisinnaðastur allra flokka, verja stjórnina falli. Það sem fyrir liggur hjá nýrri stjórn er að örva efnahags- og atvinnulíf Danmerkur, en auk þess hafa vinstriflokkarnir lofað því að standa vörð um velferðarkerfið og jafnvel auka skatta á banka og aðrar fjármálastofnanir. Það sem flækir málin er að Róttækir, sem eru frjálslyndasti flokkur vinstriblokkarinnar, höfðu fyrr á árinu samið við hægriflokkana um víðtæka hagræðingaráætlun í ríkisfjármálunum. Má ætla að þeir setji sig gegn því að sú áætlun verði dregin til baka og um það þurfi að semja. Ein stærstu tíðindi kosninganna eru þau að Danski þjóðarflokkurinn, sem hafði mikil áhrif á stefnu hægristjórnarinnar, missti fylgi. Við það ætti áhersla á hert innflytjendalög að minnka. Lars Lökke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, er í einkennilegri stöðu þar sem flokkur hans, Venstre, hélt sínu og vel það, en Íhaldsflokkurinn, sem var með honum í stjórn, galt afhroð og missti tíu af átján þingmönnum. Þrátt fyrir að sigurinn væri sætur lagði Thorning-Schmidt engu að síður áherslu á það í sigurræðu sinni að allir væru velkomnir að borðinu og samvinna „yfir miðjuna“ yrði henni afar mikilvæg á komandi kjörtímabili. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira