Íbúasamtök ósátt við frestun framkvæmda 28. september 2011 04:00 Umferðarþungi í Reykjavík Sundabraut átti meðal annars að létta á umferðarþunga um Vesturlandsveg.fréttablaðið/anton Árni Múli Jónasson bæjarstjóri á Akranesi Formenn íbúasamtaka Kjalarness og Grafarvogs eru afar óánægðir með þá ákvörðun stjórnvalda að fresta framkvæmdum við Sundabraut. „Þetta var eitt af loforðunum sem okkur voru gefin á sínum tíma. Það er margbúið að sanna að þetta yrði ein arðbærasta framkvæmd landsins,“ segir Elísabet Gísladóttir, formaður Íbúasamtaka Grafarvogs. „Íbúar hafa gert ráð fyrir Sundabraut frá byrjun og það hefur óhemjumikil vinna farið í að skipuleggja hana. Við erum mjög óánægð með þessa ákvörðun.“ Ásgeir Harðarson, formaður Íbúasamtaka Kjalarness, segist skilja ákvörðunina á ákveðinn hátt, þó Sundabraut hafi verið baráttumál Kjalarnesinga í langan tíma. „Þegar sorpið kom í Álfsnes var það gulrót fyrir Kjalnesinga að Sundabraut kæmi. Síðan hefur umferðin aukist gríðarlega og vegurinn ber hana engan veginn,“ segir Ásgeir. „Hins vegar vonast ég til þess að myndarlegt framlag komi til Kjalarness af þessum milljörðum sem munu fara í almenningssamgöngur. Það er ófremdarástand í þessu og kostar okkur gríðarlega fjármuni að keyra á einkabílum á milli.“ Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lýsti því yfir í síðustu viku að öllum stórframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal við Sundabraut, verði frestað í að minnsta kosti fimm ár. Þess í stað muni einn milljarður á ári næstu tíu árin fara í eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri Akraness, segir íbúa bæjarins fulla efasemda um fyrirætlanir stjórnvalda. „Við erum mjög óánægð með þetta,“ segir hann. „Við teljum Sundabraut nauðsynlega vegna umferðarþungans sem myndast á veginum. Það er mikilvægt öryggismál að þessi braut verði lögð.“ Árni segir gríðarlega hagsmuni liggja í Sundabraut, bæði fyrir íbúa Akraness og höfuðborgarsvæðisins. Hann efast stórlega um að þingmenn Norðvesturkjördæmis muni samþykkja áform ríkisstjórnarinnar. „Við höfum ekki verið höfð með í ráðum um eitt né neitt,“ segir hann. „Ef atvinnulíf fer að taka við sér má gera ráð fyrir því að umferð aukist og þá er ótækt að þessi flöskuháls dragi úr því að það gangi hratt og örugglega fram.“ sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Kröfu foreldranna vísað frá Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Sjá meira
Árni Múli Jónasson bæjarstjóri á Akranesi Formenn íbúasamtaka Kjalarness og Grafarvogs eru afar óánægðir með þá ákvörðun stjórnvalda að fresta framkvæmdum við Sundabraut. „Þetta var eitt af loforðunum sem okkur voru gefin á sínum tíma. Það er margbúið að sanna að þetta yrði ein arðbærasta framkvæmd landsins,“ segir Elísabet Gísladóttir, formaður Íbúasamtaka Grafarvogs. „Íbúar hafa gert ráð fyrir Sundabraut frá byrjun og það hefur óhemjumikil vinna farið í að skipuleggja hana. Við erum mjög óánægð með þessa ákvörðun.“ Ásgeir Harðarson, formaður Íbúasamtaka Kjalarness, segist skilja ákvörðunina á ákveðinn hátt, þó Sundabraut hafi verið baráttumál Kjalarnesinga í langan tíma. „Þegar sorpið kom í Álfsnes var það gulrót fyrir Kjalnesinga að Sundabraut kæmi. Síðan hefur umferðin aukist gríðarlega og vegurinn ber hana engan veginn,“ segir Ásgeir. „Hins vegar vonast ég til þess að myndarlegt framlag komi til Kjalarness af þessum milljörðum sem munu fara í almenningssamgöngur. Það er ófremdarástand í þessu og kostar okkur gríðarlega fjármuni að keyra á einkabílum á milli.“ Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lýsti því yfir í síðustu viku að öllum stórframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal við Sundabraut, verði frestað í að minnsta kosti fimm ár. Þess í stað muni einn milljarður á ári næstu tíu árin fara í eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri Akraness, segir íbúa bæjarins fulla efasemda um fyrirætlanir stjórnvalda. „Við erum mjög óánægð með þetta,“ segir hann. „Við teljum Sundabraut nauðsynlega vegna umferðarþungans sem myndast á veginum. Það er mikilvægt öryggismál að þessi braut verði lögð.“ Árni segir gríðarlega hagsmuni liggja í Sundabraut, bæði fyrir íbúa Akraness og höfuðborgarsvæðisins. Hann efast stórlega um að þingmenn Norðvesturkjördæmis muni samþykkja áform ríkisstjórnarinnar. „Við höfum ekki verið höfð með í ráðum um eitt né neitt,“ segir hann. „Ef atvinnulíf fer að taka við sér má gera ráð fyrir því að umferð aukist og þá er ótækt að þessi flöskuháls dragi úr því að það gangi hratt og örugglega fram.“ sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Kröfu foreldranna vísað frá Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Sjá meira