Viðskipti innlent

Landsvirkjun ekki á markað

Páll Landsvirkjun ætti að fjármagna framtíðarsýn sína næstu árin með skráningu að hluta á markað, segir forstjóri Kauphallarinnar. Fréttablaðið/Anton
Páll Landsvirkjun ætti að fjármagna framtíðarsýn sína næstu árin með skráningu að hluta á markað, segir forstjóri Kauphallarinnar. Fréttablaðið/Anton
„Ef menn eru að láta sér detta í hug einhverja einkavæðingu á Landsvirkjun þá er það ekki uppi á borðinu," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Hann bendir á að fyrir liggi skýr samþykkt ríkisstjórnarinnar um að hrófla ekki við opinberu eignarhaldi á þeim fyrirtækjum sem ríkið er með í sínum höndum.

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði í erindi á hádegisfyrirlestraröð Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær, Landsvirkjun verða að fara á hlutabréfamarkað að hluta ætli fyrirtækinu að takast að fjármagna framtíðarsýn sína.

Páll vísaði til þess að þrjátíu prósenta hlutur í ríkisolíufélaginu Statoil var skráður að hluta á hlutabréfamarkað í Ósló fyrir áratug. Ríkið á enn sjötíu prósent í Statoil.

Steingrímur bendir á að ríkið hafi staðið þétt við bakið á Landsvirkjun í gegnum árin sem þolinmóður eigandi. Ekki standi til að breyta því. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×