Þjóðararfur er framtíðin 30. september 2011 14:00 Ragna Fróðadóttir skoðar tengingu sína við Ameríku og lítur aftur til íslenska menningararfsins í útfærslu sinni á íslenska þjóðbúningnum. Fatahönnuðurinn Ragna Fróðadóttir hefur útfært íslenska þjóðbúninginn á amerískan máta fyrir Norrænu hönnunarsýninguna Looking Back to Find our Future á Norræna tískutvíæringnum, sem opnar á morgun í Seattle. Þetta er fyrsta einstaklingsverkefnið sem Ragna vinnur að eftir flutning sinn til New York haustið 2008. „Ég ákvað að taka fyrir faldbúninginn og karlbúninginn og sjá hvernig þessir heilögu íslensku búningar kæmu út í táknrænum amerískum efnum, það er úr gallaefni og köflóttu hefðbundnu efni," segir Ragna. „Mig langaði til þess að breyta um efni og leggja áherslu á formið og hin mörgu lög búningsins. Eina skraut búningsins er skraut stokkabeltisins sem í útfærslu minni er gert úr leðri og hefur mikinn kúrekabrag yfir sér." Mikið er litið aftur til þjóðararfsins í tískuheiminum um þessar mundir. Með útfærslu sinni skoðar Ragna tengingu sína við Ameríku og hvernig hún lítur til menningararfs síns og uppruna, Íslands. Ragna hefur starfað hjá Trend Union frá árinu 2008, sem er ráðgjafarfyrirtæki í hönnunarheiminum. „Það leggur línurnar fyrir hönnunarfyrirtæki tvö ár fram í tímann eftir hugmyndafræði og framtíðarsýn stofnandans Lidewij Edelkoort, sem er einn fremsti framtíðarsinni í hönnunarheiminum í dag." Edelkoort vinnur alltaf með ákveðna hugmynd sem hún kynnir með fyrirlestrum og bókum. „Þessa stundina erum við að vinna með sumarið 2013." Aðalstöðvar fyrirtækisins eru í París en stofan í New York, sem Ragna sér um vinnur með Norður-Ameríku, Kanada og Suður-Afríku. Hún segir Norður-Ameríku vera stærsta markað fyrirtækisins og nefnir Gap, Ann Taylor, Victoria Secret, American Eagle og Target meðal viðskiptavina. Norræni tískutvíæringurinn Nordic Fashion Biennale hefst í dag. Þar verður búningur Rögnu til sýnis. Jafnframt flytur hún fyrirlestur um þjóðararfinn, sem byggður er á hugmyndafræði Edelkoort. „Ég fjalla um þörf okkar til þess að varðveita menningu og þjóðararf í heimi hraða og tækni en þeir þættir gegna veigamestu hlutverki í framtíðarspám núna." hallfridur@frettabladid.is Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Lífið Linda Nolan látin Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Fatahönnuðurinn Ragna Fróðadóttir hefur útfært íslenska þjóðbúninginn á amerískan máta fyrir Norrænu hönnunarsýninguna Looking Back to Find our Future á Norræna tískutvíæringnum, sem opnar á morgun í Seattle. Þetta er fyrsta einstaklingsverkefnið sem Ragna vinnur að eftir flutning sinn til New York haustið 2008. „Ég ákvað að taka fyrir faldbúninginn og karlbúninginn og sjá hvernig þessir heilögu íslensku búningar kæmu út í táknrænum amerískum efnum, það er úr gallaefni og köflóttu hefðbundnu efni," segir Ragna. „Mig langaði til þess að breyta um efni og leggja áherslu á formið og hin mörgu lög búningsins. Eina skraut búningsins er skraut stokkabeltisins sem í útfærslu minni er gert úr leðri og hefur mikinn kúrekabrag yfir sér." Mikið er litið aftur til þjóðararfsins í tískuheiminum um þessar mundir. Með útfærslu sinni skoðar Ragna tengingu sína við Ameríku og hvernig hún lítur til menningararfs síns og uppruna, Íslands. Ragna hefur starfað hjá Trend Union frá árinu 2008, sem er ráðgjafarfyrirtæki í hönnunarheiminum. „Það leggur línurnar fyrir hönnunarfyrirtæki tvö ár fram í tímann eftir hugmyndafræði og framtíðarsýn stofnandans Lidewij Edelkoort, sem er einn fremsti framtíðarsinni í hönnunarheiminum í dag." Edelkoort vinnur alltaf með ákveðna hugmynd sem hún kynnir með fyrirlestrum og bókum. „Þessa stundina erum við að vinna með sumarið 2013." Aðalstöðvar fyrirtækisins eru í París en stofan í New York, sem Ragna sér um vinnur með Norður-Ameríku, Kanada og Suður-Afríku. Hún segir Norður-Ameríku vera stærsta markað fyrirtækisins og nefnir Gap, Ann Taylor, Victoria Secret, American Eagle og Target meðal viðskiptavina. Norræni tískutvíæringurinn Nordic Fashion Biennale hefst í dag. Þar verður búningur Rögnu til sýnis. Jafnframt flytur hún fyrirlestur um þjóðararfinn, sem byggður er á hugmyndafræði Edelkoort. „Ég fjalla um þörf okkar til þess að varðveita menningu og þjóðararf í heimi hraða og tækni en þeir þættir gegna veigamestu hlutverki í framtíðarspám núna." hallfridur@frettabladid.is
Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Lífið Linda Nolan látin Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira