Þjóðararfur er framtíðin 30. september 2011 14:00 Ragna Fróðadóttir skoðar tengingu sína við Ameríku og lítur aftur til íslenska menningararfsins í útfærslu sinni á íslenska þjóðbúningnum. Fatahönnuðurinn Ragna Fróðadóttir hefur útfært íslenska þjóðbúninginn á amerískan máta fyrir Norrænu hönnunarsýninguna Looking Back to Find our Future á Norræna tískutvíæringnum, sem opnar á morgun í Seattle. Þetta er fyrsta einstaklingsverkefnið sem Ragna vinnur að eftir flutning sinn til New York haustið 2008. „Ég ákvað að taka fyrir faldbúninginn og karlbúninginn og sjá hvernig þessir heilögu íslensku búningar kæmu út í táknrænum amerískum efnum, það er úr gallaefni og köflóttu hefðbundnu efni," segir Ragna. „Mig langaði til þess að breyta um efni og leggja áherslu á formið og hin mörgu lög búningsins. Eina skraut búningsins er skraut stokkabeltisins sem í útfærslu minni er gert úr leðri og hefur mikinn kúrekabrag yfir sér." Mikið er litið aftur til þjóðararfsins í tískuheiminum um þessar mundir. Með útfærslu sinni skoðar Ragna tengingu sína við Ameríku og hvernig hún lítur til menningararfs síns og uppruna, Íslands. Ragna hefur starfað hjá Trend Union frá árinu 2008, sem er ráðgjafarfyrirtæki í hönnunarheiminum. „Það leggur línurnar fyrir hönnunarfyrirtæki tvö ár fram í tímann eftir hugmyndafræði og framtíðarsýn stofnandans Lidewij Edelkoort, sem er einn fremsti framtíðarsinni í hönnunarheiminum í dag." Edelkoort vinnur alltaf með ákveðna hugmynd sem hún kynnir með fyrirlestrum og bókum. „Þessa stundina erum við að vinna með sumarið 2013." Aðalstöðvar fyrirtækisins eru í París en stofan í New York, sem Ragna sér um vinnur með Norður-Ameríku, Kanada og Suður-Afríku. Hún segir Norður-Ameríku vera stærsta markað fyrirtækisins og nefnir Gap, Ann Taylor, Victoria Secret, American Eagle og Target meðal viðskiptavina. Norræni tískutvíæringurinn Nordic Fashion Biennale hefst í dag. Þar verður búningur Rögnu til sýnis. Jafnframt flytur hún fyrirlestur um þjóðararfinn, sem byggður er á hugmyndafræði Edelkoort. „Ég fjalla um þörf okkar til þess að varðveita menningu og þjóðararf í heimi hraða og tækni en þeir þættir gegna veigamestu hlutverki í framtíðarspám núna." hallfridur@frettabladid.is Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Fatahönnuðurinn Ragna Fróðadóttir hefur útfært íslenska þjóðbúninginn á amerískan máta fyrir Norrænu hönnunarsýninguna Looking Back to Find our Future á Norræna tískutvíæringnum, sem opnar á morgun í Seattle. Þetta er fyrsta einstaklingsverkefnið sem Ragna vinnur að eftir flutning sinn til New York haustið 2008. „Ég ákvað að taka fyrir faldbúninginn og karlbúninginn og sjá hvernig þessir heilögu íslensku búningar kæmu út í táknrænum amerískum efnum, það er úr gallaefni og köflóttu hefðbundnu efni," segir Ragna. „Mig langaði til þess að breyta um efni og leggja áherslu á formið og hin mörgu lög búningsins. Eina skraut búningsins er skraut stokkabeltisins sem í útfærslu minni er gert úr leðri og hefur mikinn kúrekabrag yfir sér." Mikið er litið aftur til þjóðararfsins í tískuheiminum um þessar mundir. Með útfærslu sinni skoðar Ragna tengingu sína við Ameríku og hvernig hún lítur til menningararfs síns og uppruna, Íslands. Ragna hefur starfað hjá Trend Union frá árinu 2008, sem er ráðgjafarfyrirtæki í hönnunarheiminum. „Það leggur línurnar fyrir hönnunarfyrirtæki tvö ár fram í tímann eftir hugmyndafræði og framtíðarsýn stofnandans Lidewij Edelkoort, sem er einn fremsti framtíðarsinni í hönnunarheiminum í dag." Edelkoort vinnur alltaf með ákveðna hugmynd sem hún kynnir með fyrirlestrum og bókum. „Þessa stundina erum við að vinna með sumarið 2013." Aðalstöðvar fyrirtækisins eru í París en stofan í New York, sem Ragna sér um vinnur með Norður-Ameríku, Kanada og Suður-Afríku. Hún segir Norður-Ameríku vera stærsta markað fyrirtækisins og nefnir Gap, Ann Taylor, Victoria Secret, American Eagle og Target meðal viðskiptavina. Norræni tískutvíæringurinn Nordic Fashion Biennale hefst í dag. Þar verður búningur Rögnu til sýnis. Jafnframt flytur hún fyrirlestur um þjóðararfinn, sem byggður er á hugmyndafræði Edelkoort. „Ég fjalla um þörf okkar til þess að varðveita menningu og þjóðararf í heimi hraða og tækni en þeir þættir gegna veigamestu hlutverki í framtíðarspám núna." hallfridur@frettabladid.is
Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira