Vændi verði síður aðgengilegt 15. október 2011 08:45 Björgvin Björgvinsson, hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafa efnt til samstarfs um að koma í veg fyrir birtingar hugsanlegra dulinna vændisauglýsinga. Fréttablaðið hefur undanfarnar vikur gengið ákveðið eftir því að til samstarfsins yrði efnt og var fyrsti fundur af því tilefni haldinn í gær. Niðurstaða fundarins var að lögreglan sendi auglýsingadeild Fréttablaðsins lista yfir atriði sem bentu eindregið til þess að um vændisauglýsingu væri að ræða en grunur leikur á að slíkar auglýsingar hafi verið dulbúnar sem nuddauglýsingar. Auglýsingadeild blaðsins mun í framhaldinu gera nýjar vinnureglur sem notaðar verða við móttöku smáauglýsinga um nuddþjónustu en þar til þær eru tilbúnar verður tekið fyrir birtingu allra nuddauglýsinga í smáauglýsingum blaðsins. „Mér finnst það mjög mikið fagnaðarefni að ráðist hafi verið í svona samstarf og vænti þess að það leiði til að vændi verði ekki eins aðgengilegt og það hefur verið," segir Björgvin Björgvinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður kynferðisbrotadeildar. Vegna ummæla sinna fyrir rúmum tveimur vikum um að Fréttablaðið kynni að vera milligönguaðili um vændi var Björgvin spurður hvort blaðið hefði verið til rannsóknar vegna slíks. „Við höfum velt fyrir okkur hvernig eigi að túlka milligöngu í lögunum en Fréttablaðið hefur aldrei verið til rannsóknar hjá lögreglu vegna milligöngu um vændi." Jón Laufdal auglýsingastjóri Fréttablaðsins fagnar auknu samstarfi við lögregluna. „Við höfum unnið með lögreglunni lengi á þann hátt að við höfum upplýst hana um kaupendur þessara auglýsinga," segir Jón og bætir við að stefna blaðsins sé að birta ekki auglýsingar sem brjóta í bága við lög eða snúa að ólöglegu athæfi. Leiðbeiningum lögreglunnar verði bætt við fyrri verklagsreglur og dugi vonandi til að hindra að þeir sem vilji auglýsa ólöglega starfsemi finni smugu til þess. „Við fögnum frekara samstarfi við lögregluna og væntum góðs árangurs af samvinnunni," segir Jón Laufdal. Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Sjá meira
Fréttablaðið og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafa efnt til samstarfs um að koma í veg fyrir birtingar hugsanlegra dulinna vændisauglýsinga. Fréttablaðið hefur undanfarnar vikur gengið ákveðið eftir því að til samstarfsins yrði efnt og var fyrsti fundur af því tilefni haldinn í gær. Niðurstaða fundarins var að lögreglan sendi auglýsingadeild Fréttablaðsins lista yfir atriði sem bentu eindregið til þess að um vændisauglýsingu væri að ræða en grunur leikur á að slíkar auglýsingar hafi verið dulbúnar sem nuddauglýsingar. Auglýsingadeild blaðsins mun í framhaldinu gera nýjar vinnureglur sem notaðar verða við móttöku smáauglýsinga um nuddþjónustu en þar til þær eru tilbúnar verður tekið fyrir birtingu allra nuddauglýsinga í smáauglýsingum blaðsins. „Mér finnst það mjög mikið fagnaðarefni að ráðist hafi verið í svona samstarf og vænti þess að það leiði til að vændi verði ekki eins aðgengilegt og það hefur verið," segir Björgvin Björgvinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður kynferðisbrotadeildar. Vegna ummæla sinna fyrir rúmum tveimur vikum um að Fréttablaðið kynni að vera milligönguaðili um vændi var Björgvin spurður hvort blaðið hefði verið til rannsóknar vegna slíks. „Við höfum velt fyrir okkur hvernig eigi að túlka milligöngu í lögunum en Fréttablaðið hefur aldrei verið til rannsóknar hjá lögreglu vegna milligöngu um vændi." Jón Laufdal auglýsingastjóri Fréttablaðsins fagnar auknu samstarfi við lögregluna. „Við höfum unnið með lögreglunni lengi á þann hátt að við höfum upplýst hana um kaupendur þessara auglýsinga," segir Jón og bætir við að stefna blaðsins sé að birta ekki auglýsingar sem brjóta í bága við lög eða snúa að ólöglegu athæfi. Leiðbeiningum lögreglunnar verði bætt við fyrri verklagsreglur og dugi vonandi til að hindra að þeir sem vilji auglýsa ólöglega starfsemi finni smugu til þess. „Við fögnum frekara samstarfi við lögregluna og væntum góðs árangurs af samvinnunni," segir Jón Laufdal.
Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Sjá meira