Jafnrétti er lífsgæði Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 24. október 2011 06:00 Kynbundið ofbeldi og launamunur kynjanna eru þau svið jafnréttismála þar sem hvað mest er að vinna. Vissulega hefur grettistaki verið lyft. Með lögum hafa nektardansstaðir verið bannaðir, vændiskaup gerð refsiverð og úrræðum lögreglu til að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum komið á fót. Ísland var eitt 11 ríkja sem í upphafi árs undirrituðu nýjan samning Evrópuráðsins gegn kynbundnu ofbeldi. Aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi er í smíðum. Meirihluti aðgerða í áætlun gegn mansali hefur komið til framkvæmda. Í fyrsta skipti í sögu okkar er starfandi sérstök ráðherranefnd um jafnrétti kynja. Á dögunum samþykkti hún að skipa framkvæmdanefnd um launamun kynja sem á að skila heildstæðri fjögurra ára áætlun um aðgerðir gegn kynbundnum launamun fyrir áramót. Hún er til marks um vilja ríkisstjórnarinnar til stóraukinnar sóknar gegn kynbundnum launamun. Tímaritið Newsweek greindi nýverið frá því að hvergi væri betra að vera kona en á Íslandi. Fjöldamargar mælingar á stöðu jafnréttis í heiminum sýna sömu niðurstöðu. Þekktust er árleg skýrsla Alþjóða efnahagsráðsins sem hefur skipað Íslandi í efsta sæti tvö ár í röð. Ráðið framkvæmir mælinguna í fullvissu um að staða jafnréttismála sé ein besta vísbendingin sem völ er á um almenn lífsgæði, þroska lýðræðis og samkeppnishæfni þjóða. Í rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið voru leiddar líkur að því að fámennisklíkur karla í viðskiptum og stjórnmálum hefðu ýtt undir og magnað hrunið. Samtímis sýna rannsóknir að kynjajafnvægi við stjórn fyrirtækja leiðir til betri stjórnunar. Því hefur Alþingi samþykkt að gera fyrirtækjum og lífeyrissjóðum skylt að ekki minna en 40% stjórna þeirra verði skipuð konum í september 2013. Þá sýnir nýleg samantekt Jafnréttisstofu að Stjórnarráðið hefur náð markmiði jafnréttislaga um að konur skipi a.m.k. 40% sæta í nefndum og ráðum á þess vegum. Allt frá 1975 hefur 24. október verið íslenskum konum dagur samstöðu og linnulausrar baráttu fyrir jafnrétti kynja. Með því hafa þær fært þjóðinni þróttmeira samfélag, sterkara lýðræði og aukin lífsgæði. Til hamingju með daginn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Kynbundið ofbeldi og launamunur kynjanna eru þau svið jafnréttismála þar sem hvað mest er að vinna. Vissulega hefur grettistaki verið lyft. Með lögum hafa nektardansstaðir verið bannaðir, vændiskaup gerð refsiverð og úrræðum lögreglu til að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum komið á fót. Ísland var eitt 11 ríkja sem í upphafi árs undirrituðu nýjan samning Evrópuráðsins gegn kynbundnu ofbeldi. Aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi er í smíðum. Meirihluti aðgerða í áætlun gegn mansali hefur komið til framkvæmda. Í fyrsta skipti í sögu okkar er starfandi sérstök ráðherranefnd um jafnrétti kynja. Á dögunum samþykkti hún að skipa framkvæmdanefnd um launamun kynja sem á að skila heildstæðri fjögurra ára áætlun um aðgerðir gegn kynbundnum launamun fyrir áramót. Hún er til marks um vilja ríkisstjórnarinnar til stóraukinnar sóknar gegn kynbundnum launamun. Tímaritið Newsweek greindi nýverið frá því að hvergi væri betra að vera kona en á Íslandi. Fjöldamargar mælingar á stöðu jafnréttis í heiminum sýna sömu niðurstöðu. Þekktust er árleg skýrsla Alþjóða efnahagsráðsins sem hefur skipað Íslandi í efsta sæti tvö ár í röð. Ráðið framkvæmir mælinguna í fullvissu um að staða jafnréttismála sé ein besta vísbendingin sem völ er á um almenn lífsgæði, þroska lýðræðis og samkeppnishæfni þjóða. Í rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið voru leiddar líkur að því að fámennisklíkur karla í viðskiptum og stjórnmálum hefðu ýtt undir og magnað hrunið. Samtímis sýna rannsóknir að kynjajafnvægi við stjórn fyrirtækja leiðir til betri stjórnunar. Því hefur Alþingi samþykkt að gera fyrirtækjum og lífeyrissjóðum skylt að ekki minna en 40% stjórna þeirra verði skipuð konum í september 2013. Þá sýnir nýleg samantekt Jafnréttisstofu að Stjórnarráðið hefur náð markmiði jafnréttislaga um að konur skipi a.m.k. 40% sæta í nefndum og ráðum á þess vegum. Allt frá 1975 hefur 24. október verið íslenskum konum dagur samstöðu og linnulausrar baráttu fyrir jafnrétti kynja. Með því hafa þær fært þjóðinni þróttmeira samfélag, sterkara lýðræði og aukin lífsgæði. Til hamingju með daginn!
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun