Slitsterk jeppadekk fyrir íslenskar aðstæður 25. október 2011 11:00 Gunnar segir fáa dekkjaframleiðendur enn framleiða 38 tommu dekk og því séu AT405 dekkin frá Arctic Trucks mjög eftirsótt. Arctic Trucks selur slitsterk jeppadekk undir flestar gerðir jeppa og jepplinga. Fyrirtækið býður einnig upp á almenna dekkjaþjónustu. Arctic Trucks sérhæfir sig í þjónustu og lausnum fyrir jeppa- og jepplingaeigendur en býður auk þess upp á dekkjaþjónustu fyrir allar gerðir bíla. Starfsemin fer fram að Kletthálsi 3 en þar er verslun, breytingaverkstæði, almennt viðgerðaverkstæði og dekkjaþjónusta. Auk þess býður Arctic Trucks upp á ástands- og söluskoðanir á bílum, sem eru mjög vinsælar hjá þeim sem hyggja á bílakaup. Mest seldu jeppadekkin hjá Arctic Trucks eru frá Dick Cepek, en fyrirtækið útvegar þó dekk undir flestar gerðir fólksbíla og jeppa, og veitir alhliða dekkjaþjónustu. „Við höfum flutt inn Dick Cepek dekk árum saman, amerísk hágæðadekk sem seld eru um allan heim. Reynslan hefur sýnt að þau eru gríðarlega slitsterk og góð sem heilsársdekk,“ segir verslunarstjórinn Gunnar Haraldsson. „Þau eru neglanleg og hægt er að míkróskera þau til að auka veggrip og rásfestu í hálku og snjó. Míkróskurðurinn eykur einnig kælingu í gúmmíinu sem bætir enn frekar endingu dekkjanna.“ Arctic Trucks selur einnig AT405, sem er 38 tommu dekk hannað og framleitt af Arctic Trucks. „Mynstur þeirra er sérstaklega hannað fyrir íslenskar aðstæður og þá aðallega hugsað um akstur í snjó og hálku,“ upplýsir Gunnar. Hann segir að gríðarleg vöntun hafi verið á samskonar dekkjum enda séu flestir dekkjaframleiðendur hættir að framleiða dekk í þessum stærðarflokki. „AT405 dekkin eru mjög eftirsótt hjá okkur, enda með hljóðlátari akstursdekkjum í þessum stærðarflokki. Þau koma míkróskorin og eru boruð fyrir nagla sem sparar viðskiptavinum okkar talsverðan kostnað. Dekkin hafa verið ófáanleg um skeið, en eru væntanleg um miðjan nóvember.“ Gunnar segir marga viðskiptavini Arctic Trucks vera áhugafólk um jeppa og útivist. Fyrirtækið býður þó bæði viðgerða- og dekkjaþjónustu fyrir jafnt fólksbíla sem jeppa. „Arctic Trucks er einnig umboðsaðili fyrir Yamaha tæki og sú þjónusta sem við veitum er því orðin fjölbreyttari og viðskiptavinahópurinn stærri.“ Sérblöð Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Arctic Trucks selur slitsterk jeppadekk undir flestar gerðir jeppa og jepplinga. Fyrirtækið býður einnig upp á almenna dekkjaþjónustu. Arctic Trucks sérhæfir sig í þjónustu og lausnum fyrir jeppa- og jepplingaeigendur en býður auk þess upp á dekkjaþjónustu fyrir allar gerðir bíla. Starfsemin fer fram að Kletthálsi 3 en þar er verslun, breytingaverkstæði, almennt viðgerðaverkstæði og dekkjaþjónusta. Auk þess býður Arctic Trucks upp á ástands- og söluskoðanir á bílum, sem eru mjög vinsælar hjá þeim sem hyggja á bílakaup. Mest seldu jeppadekkin hjá Arctic Trucks eru frá Dick Cepek, en fyrirtækið útvegar þó dekk undir flestar gerðir fólksbíla og jeppa, og veitir alhliða dekkjaþjónustu. „Við höfum flutt inn Dick Cepek dekk árum saman, amerísk hágæðadekk sem seld eru um allan heim. Reynslan hefur sýnt að þau eru gríðarlega slitsterk og góð sem heilsársdekk,“ segir verslunarstjórinn Gunnar Haraldsson. „Þau eru neglanleg og hægt er að míkróskera þau til að auka veggrip og rásfestu í hálku og snjó. Míkróskurðurinn eykur einnig kælingu í gúmmíinu sem bætir enn frekar endingu dekkjanna.“ Arctic Trucks selur einnig AT405, sem er 38 tommu dekk hannað og framleitt af Arctic Trucks. „Mynstur þeirra er sérstaklega hannað fyrir íslenskar aðstæður og þá aðallega hugsað um akstur í snjó og hálku,“ upplýsir Gunnar. Hann segir að gríðarleg vöntun hafi verið á samskonar dekkjum enda séu flestir dekkjaframleiðendur hættir að framleiða dekk í þessum stærðarflokki. „AT405 dekkin eru mjög eftirsótt hjá okkur, enda með hljóðlátari akstursdekkjum í þessum stærðarflokki. Þau koma míkróskorin og eru boruð fyrir nagla sem sparar viðskiptavinum okkar talsverðan kostnað. Dekkin hafa verið ófáanleg um skeið, en eru væntanleg um miðjan nóvember.“ Gunnar segir marga viðskiptavini Arctic Trucks vera áhugafólk um jeppa og útivist. Fyrirtækið býður þó bæði viðgerða- og dekkjaþjónustu fyrir jafnt fólksbíla sem jeppa. „Arctic Trucks er einnig umboðsaðili fyrir Yamaha tæki og sú þjónusta sem við veitum er því orðin fjölbreyttari og viðskiptavinahópurinn stærri.“
Sérblöð Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira