Beggi og Pacas flugu af landi brott í nótt. Áfangastaðurinn er Brasilía, heimaland Pacasar. Þar ætla þeir að hitta móður hans, sem er alvarlega veik. Þeir félagar, sem slógu í gegn í sjónvarpsþættinum Hæðin, hafa verið að stússast í ýmsum skemmtilegum verkefnum að undanförnu og flest hafa þau tengst matargerð.
Vegna núverandi aðstæðna verður einhver bið á því þeir geti glatt Íslendinga aftur með leiftrandi húmor sínum og kærleiksríkri matargerðarlist en vafalítið eiga þeir eftir að mæta sterkir til leiks á nýju ári.
Hjúkra móður Pacasar
