Pamela birti færslu á Instagram í gær þar sem hún segist stútfull af þakklæti eftir verðlaunahátíðir vetursins. The Last Showgirl hefur fengið mikla viðurkenningu, verðlaun og tilnefningar en Pamela fékk þó ekki Óskarstilnefningu fyrir hlutverk sitt sem Shelly, sýningarstúlka sem neyðist til að breyta algjörlega um stefnu í lífinu.
„Ég vil þakka öllum meðlimum SAG verðlaunanna fyrir tilnefningar ykkar. Og fyrir ykkur öll sem stefnið að fallegum og ómögulegum draumi, ef ég gat komist hingað þá getið þið það líka.
Ég vil þakka fjölskyldunni minni, stórkostlegu strákunum mínum Brandon og Dylan, það eina sem ég hef nokkurn tíma viljað er að gera ykkur stolta af mér. Takk öll sömul sem hafið gert allt þetta mögulegt fyrir mér og fyrir að styðja þessa litlu kvikmynd með stórum hjörtum ykkar.
Þetta hlutverk bjargaði lífi mínu. Þetta ruddi brautina að nýju upphafi. Og Shelly, karakterinn minn, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Ég elska þig og ég mun ekki bregðast þér.“