Tími óðagotsins er liðinn Ingimar Einarsson skrifar 3. desember 2011 06:00 Undanfarin ár hefur athygli margra frumkvöðla á sviði heilbrigðisvísinda og velferðar beinst að alþjóðavæðingu heilbrigðisþjónustunnar. Fólk hefur ekki aðeins sjálft leitað sér í vaxandi mæli lækninga og heilsubótar utan síns heimalands, heldur hafa borgarar í mörgum ríkjum heims nú þegar lögbundinn rétt til að sækja sér heilbrigðisþjónustu til annarra landa, hafi þeir beðið í tiltekinn tíma eða ef ekki er unnt að veita þeim þjónustu heima fyrir. Margir hafa séð í hillingum alþjóðlegan heilbrigðismarkað þar sem þúsundir leiti sér lækninga á þeim stöðum sem það væri faglega sem fjárhagslega hagstæðast. Stærð markaðarÞað vekur athygli að í greinum og úttektum um stærð þessa alþjóðamarkaðar er engin samstaða um lykiltölur. Hinir bjartsýnustu telja að fjöldi þeirra sem leiti sér lækninga erlendis í heiminum í dag sé árlega á bilinu 30-50 milljónir manna. Aðrir telja að hér sé um ofmat að ræða og hinn raunverulegi fjöldi sé um þessar mundir á bilinu 60-85 þúsund sjúklingar. Ræður þar vafalaust miklu við hvaða skilgreiningar er stuðst. Í nýrri skýrslu OECD – „Medical Tourism: Treatments, Markets and Health System Implication: A scoping review.“ – segir að ekki verði skorið úr þessu fyrr en öll útgjöld vegna þjónustu við erlenda borgara verða tekin upp í reiknisskilakerfi þeirra SHA – „System of Health Accounts.“ (OECD, 2011). Þó eru menn sammála um að þessi markaður muni fara stækkandi á næstu árum og áratugum. Inn á sviðiðHeilbrigðisstofnanir á Íslandi hafa þegar byrjað að feta sig inn á alþjóðlegan heilbrigðismarkað. Enn eru þó fleiri íslenskir sjúklingar sem leita sér lækninga erlendis en þeir erlendu sjúklingar sem gangast undir meðferð á sjúkrahúsum hér á landi. Utan sjúkrahúsanna hafa það einkum verið augnlæknastöðvar og tæknifrjóvgunarstöðin ART Medica sem hafa haslað sér völl í þjónustu við erlenda viðskiptavini. Jafnframt hafa ýmsir aðilar erlendir sem innlendir unnið að því að koma á laggirnar einkasjúkrahúsum og tannlæknastofum fyrir erlenda borgara á Íslandi. Þar er helst að nefna Lava Clinic í gamla hersjúkrahúsinu á Keflavíkurflugvelli, PrimaCare í Mosfellsbæ og tannlæknastofuna Nordic Smile í Reykjavík. Forsvarsmenn þessara aðila hafa einkum nefnt að þau muni sérhæfa sig í liðskiptaaðgerðum í hné og mjöðm ásamt aðgerðum vegna offitu og sérhæfðri endurhæfingu. Þau áform hafa sennilega í tilviki Lava Clinic verið lögð á hilluna, óvissa ríkir um framtíð PrimaCare, og Nordic Smile, sem hóf starfsemi sína í byrjun ársins 2011, hefur verið lokað. Mat erlendra sérfræðingaÁ árinu 2010 komu hingað til lands tveir bandarískir sérfræðingar, Jerome Mee og Mark Quigley, frá ráðgjafafyrirtækinu ATLANTIC GROUP í Houston, Texas. Þeir kynntu sér m.a. áform um uppbyggingu heilbrigðisþjónustu fyrir erlenda sjúklinga og í skýrslu þeirra um heimsóknina kemur fram að íslensk heilbrigðisþjónusta eigi helst möguleika á því að hasla sér völl á alþjóðavísu á sviðum þar sem Íslendingar geti sýnt fram á að hafa náð árangri, t.d. á sviði hjartalækninga og bæklunarlækninga. Ein meginforsenda þess að starfrækja árangursríka heilbrigðisþjónustu fyrir erlenda aðila væri sú að hún byggði á grunni þeirrar starfsemi sem fyrir er í landinu og hefði unnið sér tiltrú og traust innanlands sem utan. Sú niðurstaða þeirra felur í sér að Landspítalinn hljóti að verða þungamiðjan í uppbyggingu og þróun alþjóðlegrar spítalaþjónustu á Íslandi. Auk þess má gera ráð fyrir að aðilar eins og Læknastöðin Orkuhúsið muni í krafti reynslu og faglegs árangurs á sviði bæklunaraðgerða geta lagt sitt lóð á vogarskálarnar. Raunsærri nálgunSvo virðist sem þeir frumkvöðlar, sem hafa ætlað að byggja upp sjúkrahúsþjónustu fyrir útlendinga á Íslandi, hafi ekki alveg tekið réttan pól í hæðina. Sjúkrahússtarfsemi fyrir erlenda borgara verður að uppfylla ýtrustu gæða- og öryggiskröfur og jafnframt verður sú heilbrigðisþjónusta sem veitt er á hverju sviði fyrir sig að byggja á sannreyndri hæfni og traustu orðspori. Bandarísku læknasamtökin ráðleggja til dæmis þeim sem leita sér lækninga erlendis að kanna vel hvort viðkomandi stofnun uppfylli kröfur vottunaraðila eins og Joint Commission International (JCI) og afla jafnvel upplýsinga um viðkomandi lækna og árangur þeirra. Það virðist því nokkuð viðvaningsleg nálgun að ætla að reisa eða innrétta sjúkrahús á mettíma og reka það svo aðallega með verktakalæknum erlendis frá. Í stað þess að ana af stað í óljós verkefni þarf að hugsa heilbrigðisþjónustu fyrir erlenda borgara sem þátt í framtíðarstefnumótun og skipulagi íslenska heilbrigðiskerfisins. Hér þarf að hugsa í áratugum en ekki aðeins í fáeinum mánuðum eða misserum. Sömuleiðis er mikilvægt að læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn fái tækifæri til þess að taka virkan þátt í uppbyggingu alþjóðlegrar heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Þegar hefur náðst töluverður árangur í markaðssetningu íslenskrar heilbrigðisþjónustu í Færeyjum og á Grænlandi og ef vel gengur að byggja upp gott orðspor eru alþjóðleg verkefni örugglega handan við hornið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Skoðanir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur athygli margra frumkvöðla á sviði heilbrigðisvísinda og velferðar beinst að alþjóðavæðingu heilbrigðisþjónustunnar. Fólk hefur ekki aðeins sjálft leitað sér í vaxandi mæli lækninga og heilsubótar utan síns heimalands, heldur hafa borgarar í mörgum ríkjum heims nú þegar lögbundinn rétt til að sækja sér heilbrigðisþjónustu til annarra landa, hafi þeir beðið í tiltekinn tíma eða ef ekki er unnt að veita þeim þjónustu heima fyrir. Margir hafa séð í hillingum alþjóðlegan heilbrigðismarkað þar sem þúsundir leiti sér lækninga á þeim stöðum sem það væri faglega sem fjárhagslega hagstæðast. Stærð markaðarÞað vekur athygli að í greinum og úttektum um stærð þessa alþjóðamarkaðar er engin samstaða um lykiltölur. Hinir bjartsýnustu telja að fjöldi þeirra sem leiti sér lækninga erlendis í heiminum í dag sé árlega á bilinu 30-50 milljónir manna. Aðrir telja að hér sé um ofmat að ræða og hinn raunverulegi fjöldi sé um þessar mundir á bilinu 60-85 þúsund sjúklingar. Ræður þar vafalaust miklu við hvaða skilgreiningar er stuðst. Í nýrri skýrslu OECD – „Medical Tourism: Treatments, Markets and Health System Implication: A scoping review.“ – segir að ekki verði skorið úr þessu fyrr en öll útgjöld vegna þjónustu við erlenda borgara verða tekin upp í reiknisskilakerfi þeirra SHA – „System of Health Accounts.“ (OECD, 2011). Þó eru menn sammála um að þessi markaður muni fara stækkandi á næstu árum og áratugum. Inn á sviðiðHeilbrigðisstofnanir á Íslandi hafa þegar byrjað að feta sig inn á alþjóðlegan heilbrigðismarkað. Enn eru þó fleiri íslenskir sjúklingar sem leita sér lækninga erlendis en þeir erlendu sjúklingar sem gangast undir meðferð á sjúkrahúsum hér á landi. Utan sjúkrahúsanna hafa það einkum verið augnlæknastöðvar og tæknifrjóvgunarstöðin ART Medica sem hafa haslað sér völl í þjónustu við erlenda viðskiptavini. Jafnframt hafa ýmsir aðilar erlendir sem innlendir unnið að því að koma á laggirnar einkasjúkrahúsum og tannlæknastofum fyrir erlenda borgara á Íslandi. Þar er helst að nefna Lava Clinic í gamla hersjúkrahúsinu á Keflavíkurflugvelli, PrimaCare í Mosfellsbæ og tannlæknastofuna Nordic Smile í Reykjavík. Forsvarsmenn þessara aðila hafa einkum nefnt að þau muni sérhæfa sig í liðskiptaaðgerðum í hné og mjöðm ásamt aðgerðum vegna offitu og sérhæfðri endurhæfingu. Þau áform hafa sennilega í tilviki Lava Clinic verið lögð á hilluna, óvissa ríkir um framtíð PrimaCare, og Nordic Smile, sem hóf starfsemi sína í byrjun ársins 2011, hefur verið lokað. Mat erlendra sérfræðingaÁ árinu 2010 komu hingað til lands tveir bandarískir sérfræðingar, Jerome Mee og Mark Quigley, frá ráðgjafafyrirtækinu ATLANTIC GROUP í Houston, Texas. Þeir kynntu sér m.a. áform um uppbyggingu heilbrigðisþjónustu fyrir erlenda sjúklinga og í skýrslu þeirra um heimsóknina kemur fram að íslensk heilbrigðisþjónusta eigi helst möguleika á því að hasla sér völl á alþjóðavísu á sviðum þar sem Íslendingar geti sýnt fram á að hafa náð árangri, t.d. á sviði hjartalækninga og bæklunarlækninga. Ein meginforsenda þess að starfrækja árangursríka heilbrigðisþjónustu fyrir erlenda aðila væri sú að hún byggði á grunni þeirrar starfsemi sem fyrir er í landinu og hefði unnið sér tiltrú og traust innanlands sem utan. Sú niðurstaða þeirra felur í sér að Landspítalinn hljóti að verða þungamiðjan í uppbyggingu og þróun alþjóðlegrar spítalaþjónustu á Íslandi. Auk þess má gera ráð fyrir að aðilar eins og Læknastöðin Orkuhúsið muni í krafti reynslu og faglegs árangurs á sviði bæklunaraðgerða geta lagt sitt lóð á vogarskálarnar. Raunsærri nálgunSvo virðist sem þeir frumkvöðlar, sem hafa ætlað að byggja upp sjúkrahúsþjónustu fyrir útlendinga á Íslandi, hafi ekki alveg tekið réttan pól í hæðina. Sjúkrahússtarfsemi fyrir erlenda borgara verður að uppfylla ýtrustu gæða- og öryggiskröfur og jafnframt verður sú heilbrigðisþjónusta sem veitt er á hverju sviði fyrir sig að byggja á sannreyndri hæfni og traustu orðspori. Bandarísku læknasamtökin ráðleggja til dæmis þeim sem leita sér lækninga erlendis að kanna vel hvort viðkomandi stofnun uppfylli kröfur vottunaraðila eins og Joint Commission International (JCI) og afla jafnvel upplýsinga um viðkomandi lækna og árangur þeirra. Það virðist því nokkuð viðvaningsleg nálgun að ætla að reisa eða innrétta sjúkrahús á mettíma og reka það svo aðallega með verktakalæknum erlendis frá. Í stað þess að ana af stað í óljós verkefni þarf að hugsa heilbrigðisþjónustu fyrir erlenda borgara sem þátt í framtíðarstefnumótun og skipulagi íslenska heilbrigðiskerfisins. Hér þarf að hugsa í áratugum en ekki aðeins í fáeinum mánuðum eða misserum. Sömuleiðis er mikilvægt að læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn fái tækifæri til þess að taka virkan þátt í uppbyggingu alþjóðlegrar heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Þegar hefur náðst töluverður árangur í markaðssetningu íslenskrar heilbrigðisþjónustu í Færeyjum og á Grænlandi og ef vel gengur að byggja upp gott orðspor eru alþjóðleg verkefni örugglega handan við hornið.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun