Tíska og hönnun

Trommari og Chanel-fyrirsæta

Fyrirsætan Alice Dellal gæti tekið við af Blake Lively sem andlit töskulínu tískurisans Chanel.
Fyrirsætan Alice Dellal gæti tekið við af Blake Lively sem andlit töskulínu tískurisans Chanel. nordic photos/getty
Rokktónlistarkonan og fyrirsætan Alice Dellal verður að öllum líkindum næsta andlit töskulínu tískuhússins Chanel. Sé það satt mun Dellal taka við af leikkonunni Blake Lively.

Dellal er þekkt fyrir að fara eigin leiðir í klæðavali og skartar iðulega dökkri augnmálningu, rökuðu höfði og rifnum fötum. Hún er þekkt fyrirsæta og hefur setið fyrir hjá Agent Provocateur og gengið sýningar Vivienne Westwood. Þar að auki er stúlkan trommari hljómsveitarinnar Thrush Metal og dóttir Andreu Dellal, sem var kosin ein af best klæddu konum ársins 2011 af tímaritinu Vanity Fair.

Dellal er eins ólík forvera sínum og hugsast getur og verður spennandi að sjá afrakstur samstarfs hennar og Chanel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×