Auðvelda útrás hönnunar 20. desember 2011 09:15 Tinna Pétursdóttir hefur komið fyrirtækinu Boxer Nation á koppinn í Berlín en fyrirtækinu er ætlað að auðvelda hönnuðum utan ESB að selja hönnun sína úr landi. „Við höfum lengi verið með þessa hugmynd i kollinum og ákváðum svo að flytja til Berlínar og kýla á þetta í haust," segir Tinna Pétursdóttir ein af eigendum fyrirtækisins Boxer Nation, sem er dreifingarþjónusta fyrir hönnuði. Tinna sér um fyrirtækið ásamt hópi af góðu fólki en hlutverk fyrirtækisins er að auðvelda íslenskum merkjum að koma hönnun sinni á framfæri erlendis. „Við viljum gera hönnuðum kleift að einbeita sér að sölunni og hönnuninni á meðan við tökum á móti vörunum frá framleiðanda, sjáum um að pakka og geyma hana og loks áframsenda vöruna til kaupenda. Við erum með lagerrými, sendingaþjónustu og sýningarsali til afnota," segir Tinna sem flutti til Berlínar ásamt fjölskyldu sinni í haust gagngert til að koma fyrirtækinu af stað. „Við erum að stíla inn á fyrirtæki í löndum utan ESB. Flestir láta framleiða vörur fyrir sig í Asíu og þá þarf að borga tolla inn í landið og svo aftur úr landi. Þetta sleppur hönnuðurinn við með því að láta senda vöruna til okkar," segir Tinna en þau hjónin eru sjálf að hanna undir merkinu Dottir&Sonur. „Okkur fannst alltaf vanta svona fyrirtæki, það eru til svipuð fyrirtæki úti um allan heim en þau henta ekki endilega íslenskum merkjum, og margir hvöttu okkur áfram. Við erum bara rétt að byrja en höfum góða tilfinningu fyrir framhaldinu," segir Tinna en frekari upplýsingar um fyrirtækið má finna á heimasíðunni www.boxernation.net. - áp Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Við höfum lengi verið með þessa hugmynd i kollinum og ákváðum svo að flytja til Berlínar og kýla á þetta í haust," segir Tinna Pétursdóttir ein af eigendum fyrirtækisins Boxer Nation, sem er dreifingarþjónusta fyrir hönnuði. Tinna sér um fyrirtækið ásamt hópi af góðu fólki en hlutverk fyrirtækisins er að auðvelda íslenskum merkjum að koma hönnun sinni á framfæri erlendis. „Við viljum gera hönnuðum kleift að einbeita sér að sölunni og hönnuninni á meðan við tökum á móti vörunum frá framleiðanda, sjáum um að pakka og geyma hana og loks áframsenda vöruna til kaupenda. Við erum með lagerrými, sendingaþjónustu og sýningarsali til afnota," segir Tinna sem flutti til Berlínar ásamt fjölskyldu sinni í haust gagngert til að koma fyrirtækinu af stað. „Við erum að stíla inn á fyrirtæki í löndum utan ESB. Flestir láta framleiða vörur fyrir sig í Asíu og þá þarf að borga tolla inn í landið og svo aftur úr landi. Þetta sleppur hönnuðurinn við með því að láta senda vöruna til okkar," segir Tinna en þau hjónin eru sjálf að hanna undir merkinu Dottir&Sonur. „Okkur fannst alltaf vanta svona fyrirtæki, það eru til svipuð fyrirtæki úti um allan heim en þau henta ekki endilega íslenskum merkjum, og margir hvöttu okkur áfram. Við erum bara rétt að byrja en höfum góða tilfinningu fyrir framhaldinu," segir Tinna en frekari upplýsingar um fyrirtækið má finna á heimasíðunni www.boxernation.net. - áp
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira