Sparað hér og skorið þar Ingimar Einarsson skrifar 20. desember 2011 06:00 Víða um lönd er tilvísanaskyldu beitt til að efla heilsugæsluna, tryggja sem mesta samfellu í þjónustu við sjúklinga og stuðla að skilvirkri verkaskiptingu í heilbrigðiskerfinu. Í stuttu máli sagt felur tilvísanaskyldan í sér að hið opinbera eða sjúkratryggingar af ýmsum toga greiða að jafnaði ekki fyrir meðferð sjúklings hjá sérgreinalækni eða á sjúkrahúsi nema honum hafi verið vísað þangað af heimilislækni. Heilsugæslan er því við venjulegar kringumstæður fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðiskerfinu. Útfærsla tilvísanaskyldu er samt sem áður breytileg frá einu landi til annars. ForsagaTilvísanaskylda til sérgreinalækna gilti hér á landi frá því á fjórða áratug síðustu aldar fram til ársins 1984. Frá þeim tíma og fram á síðustu ár hafa verið uppi deilur um hvort taka eigi aftur upp tilvísanaskyldu. Flestir heimilislæknar hafa verið fylgjandi tilvísanaskyldunni. Sérgreinalæknar hafa aftur á móti talið að ekki ætti að hefta aðgang fólks að þjónustu þeirra. Stjórnmálaflokkarnir voru sömuleiðis klofnir í afstöðu sinni til tilvísanaskyldunnar, en hin síðari ár er ekki annað að sjá en að vaxandi pólitísk samstaða sé um að fólk skuli snúa sér fyrst til heilsugæslunnar þegar það þarf á heilbrigðisþjónustu að halda. Sérgreinalækningar dafnaStarfsemi sjálfstætt starfandi sérgreinalækna er einn af grunnþáttum heilbrigðiskerfisins hér á landi. Þessi þáttur heilbrigðisþjónustunnar hefur vaxið mikið á síðustu áratugum. Hefur þar ráðið miklu að rýmkaðar hafa verið heimildir sérgreinalækna til að sinna flóknum og dýrum læknisverkum á eigin stofum. Þetta hefur m.a. komið til vegna framfara á sviði tækni og meðferðar, auk þess sem oft á tíðum eru langir biðlistar á sjúkrahúsum. Enn fremur hefur frjálst aðgengi að sérgreinalæknum gert það að verkum að að stór hluti sjúklinga leitar beint til þeirra án viðkomu hjá heimilislækni. Þegar litið er til síðustu áratuga vekur athygli að sérgreinalæknar hafa haft nánast óhefta möguleika á að starfrækja eigin sérfræðiþjónustu. Í nýlegu yfirliti um þróun fjárveitinga til sérgreinalækna á árunum 2006-2012 kemur jafnframt fram að fjárframlög vegna sérfræðiþjónustu hafa hækkað úr 3.672 m.kr. árið 2006 í væntanlega 6.036 m.kr. árið 2012, miðað við verðlag hvers árs. Á meðan skorið er niður í sjúkrahúsrekstri aukast framlög til sérgreinalækna. Þessi þróun gæti bent til þess að tekjumöguleikar sérgreinalækna séu rýmri en heilsugæslulækna, svo dæmi sé tekið. Heilsugæsla í vandaÁ sama tíma og sérgreinalækningar hafa blómstrað og dafnað utan sjúkrahúsa hafa heimilislæknar barið lóminn. Kvartað er undan læknaskorti, vinnuálagi, löngum biðtíma og ófullnægjandi starfsskilyrðum. Vormenn íslenskra heimilislækninga sem luku læknaprófi á áttunda áratugi síðustu aldar séu farnir að eldast og innan áratugar verði þeir allir komnir á eftirlaun og þá verði ekki nægjanlega margir ungir heimilislæknar til þess að taka við af þeim. Til þess að koma til móts við heimilislækna hafa stjórnvöld tekið undir sjónarmið um fjölgun lækna í sérnámi í heimilislækningum og að gert verði átak í að innleiða rafræna sjúkraskrá á landsvísu. Flutningur verkefna heilsugæslunnar til sveitarfélaganna er einnig talinn geta orðið henni til framdráttar. Erfitt efnahagsástand hefur þó gert það að verkum að lítið hefur orðið úr framkvæmdum. Nauðsyn umbótaRannsóknir sýna að meiri samfella í meðhöndlun fólks innan heilbrigðiskerfisins leiðir til lægri kostnaðar, skilvirkari verkaskiptingar og betri þjónustu. Sterk rök styðja því þá skoðun að taka skuli upp tilvísanskyldu eða einhvers konar þjónustustýringu. En áður en ráðist er í þess háttar breytingar á heilbrigðiskerfinu þurfa að vera til staðar tilteknar forsendur. Það þarf að mennta og þjálfa heilbrigðisstarfsmenn til ákveðinna verka og tryggja viðunandi mönnun á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar. Einnig er nauðsynlegt að líta til umbóta í daglegum rekstri, svo sem með því að taka upp afkastatengingu launa á dagtíma í heilsugæslunni, a.m.k. að vissu marki. Samanburður við önnur lönd sýnir að fjöldi heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi er, hvað sem öðru líður, sambærilegur við það sem gerist í nágrannalöndunum. Með breytingum á vinnuskipulagi, kjörum, launakerfum og hagnýtingu upplýsingatækni má örugglega gera starfsemina mun skilvirkari en hún er í dag. Slíkar umbætur gætu sömuleiðis leitt til þess að heilsugæslan sinnti í framtíðinni stórum hluta þeirra verkefna sem nú eru unnin af sérgreinalæknum. ValkostirAð því er snýr að upptöku tilvísanaskyldu eða þjónustustýringu virðast aðallega þrír valkostir koma greina: Í fyrsta lagi tilvísanaskylda með fáum undantekningum eða undantekningalaus, þar sem heimilislæknir greinir og skipuleggur meðferð sjúklings eða vísar honum áfram á viðeigandi stað í heilbrigðiskerfinu. Í öðru lagi sveigjanlegt tilvísanakerfi sem næði til mismunandi fjölda sérgreina frá einum tíma til annars. Og í þriðja lagi mætti hugsa sér að taka upp „valfrjálst stýrikerfi“ að danskri fyrirmynd. Í því fælist að fólk hefði val um að gangast undir tilvísunarskyldu með fáum undantekningum eða gæti farið beint til sérgreinalækna gegn því að greiða nær allan kostnað sjálft. Uppbygging á nýju skipulagi, hvaða leið sem valin verður, er ekki einfalt mál og þarfnast ítarlegrar útfærslu, sem hefði m.a. að markmiði að tryggja betra jafnvægi milli heilsugæslu, sérgreinalækninga og sjúkrahúsþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Víða um lönd er tilvísanaskyldu beitt til að efla heilsugæsluna, tryggja sem mesta samfellu í þjónustu við sjúklinga og stuðla að skilvirkri verkaskiptingu í heilbrigðiskerfinu. Í stuttu máli sagt felur tilvísanaskyldan í sér að hið opinbera eða sjúkratryggingar af ýmsum toga greiða að jafnaði ekki fyrir meðferð sjúklings hjá sérgreinalækni eða á sjúkrahúsi nema honum hafi verið vísað þangað af heimilislækni. Heilsugæslan er því við venjulegar kringumstæður fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðiskerfinu. Útfærsla tilvísanaskyldu er samt sem áður breytileg frá einu landi til annars. ForsagaTilvísanaskylda til sérgreinalækna gilti hér á landi frá því á fjórða áratug síðustu aldar fram til ársins 1984. Frá þeim tíma og fram á síðustu ár hafa verið uppi deilur um hvort taka eigi aftur upp tilvísanaskyldu. Flestir heimilislæknar hafa verið fylgjandi tilvísanaskyldunni. Sérgreinalæknar hafa aftur á móti talið að ekki ætti að hefta aðgang fólks að þjónustu þeirra. Stjórnmálaflokkarnir voru sömuleiðis klofnir í afstöðu sinni til tilvísanaskyldunnar, en hin síðari ár er ekki annað að sjá en að vaxandi pólitísk samstaða sé um að fólk skuli snúa sér fyrst til heilsugæslunnar þegar það þarf á heilbrigðisþjónustu að halda. Sérgreinalækningar dafnaStarfsemi sjálfstætt starfandi sérgreinalækna er einn af grunnþáttum heilbrigðiskerfisins hér á landi. Þessi þáttur heilbrigðisþjónustunnar hefur vaxið mikið á síðustu áratugum. Hefur þar ráðið miklu að rýmkaðar hafa verið heimildir sérgreinalækna til að sinna flóknum og dýrum læknisverkum á eigin stofum. Þetta hefur m.a. komið til vegna framfara á sviði tækni og meðferðar, auk þess sem oft á tíðum eru langir biðlistar á sjúkrahúsum. Enn fremur hefur frjálst aðgengi að sérgreinalæknum gert það að verkum að að stór hluti sjúklinga leitar beint til þeirra án viðkomu hjá heimilislækni. Þegar litið er til síðustu áratuga vekur athygli að sérgreinalæknar hafa haft nánast óhefta möguleika á að starfrækja eigin sérfræðiþjónustu. Í nýlegu yfirliti um þróun fjárveitinga til sérgreinalækna á árunum 2006-2012 kemur jafnframt fram að fjárframlög vegna sérfræðiþjónustu hafa hækkað úr 3.672 m.kr. árið 2006 í væntanlega 6.036 m.kr. árið 2012, miðað við verðlag hvers árs. Á meðan skorið er niður í sjúkrahúsrekstri aukast framlög til sérgreinalækna. Þessi þróun gæti bent til þess að tekjumöguleikar sérgreinalækna séu rýmri en heilsugæslulækna, svo dæmi sé tekið. Heilsugæsla í vandaÁ sama tíma og sérgreinalækningar hafa blómstrað og dafnað utan sjúkrahúsa hafa heimilislæknar barið lóminn. Kvartað er undan læknaskorti, vinnuálagi, löngum biðtíma og ófullnægjandi starfsskilyrðum. Vormenn íslenskra heimilislækninga sem luku læknaprófi á áttunda áratugi síðustu aldar séu farnir að eldast og innan áratugar verði þeir allir komnir á eftirlaun og þá verði ekki nægjanlega margir ungir heimilislæknar til þess að taka við af þeim. Til þess að koma til móts við heimilislækna hafa stjórnvöld tekið undir sjónarmið um fjölgun lækna í sérnámi í heimilislækningum og að gert verði átak í að innleiða rafræna sjúkraskrá á landsvísu. Flutningur verkefna heilsugæslunnar til sveitarfélaganna er einnig talinn geta orðið henni til framdráttar. Erfitt efnahagsástand hefur þó gert það að verkum að lítið hefur orðið úr framkvæmdum. Nauðsyn umbótaRannsóknir sýna að meiri samfella í meðhöndlun fólks innan heilbrigðiskerfisins leiðir til lægri kostnaðar, skilvirkari verkaskiptingar og betri þjónustu. Sterk rök styðja því þá skoðun að taka skuli upp tilvísanskyldu eða einhvers konar þjónustustýringu. En áður en ráðist er í þess háttar breytingar á heilbrigðiskerfinu þurfa að vera til staðar tilteknar forsendur. Það þarf að mennta og þjálfa heilbrigðisstarfsmenn til ákveðinna verka og tryggja viðunandi mönnun á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar. Einnig er nauðsynlegt að líta til umbóta í daglegum rekstri, svo sem með því að taka upp afkastatengingu launa á dagtíma í heilsugæslunni, a.m.k. að vissu marki. Samanburður við önnur lönd sýnir að fjöldi heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi er, hvað sem öðru líður, sambærilegur við það sem gerist í nágrannalöndunum. Með breytingum á vinnuskipulagi, kjörum, launakerfum og hagnýtingu upplýsingatækni má örugglega gera starfsemina mun skilvirkari en hún er í dag. Slíkar umbætur gætu sömuleiðis leitt til þess að heilsugæslan sinnti í framtíðinni stórum hluta þeirra verkefna sem nú eru unnin af sérgreinalæknum. ValkostirAð því er snýr að upptöku tilvísanaskyldu eða þjónustustýringu virðast aðallega þrír valkostir koma greina: Í fyrsta lagi tilvísanaskylda með fáum undantekningum eða undantekningalaus, þar sem heimilislæknir greinir og skipuleggur meðferð sjúklings eða vísar honum áfram á viðeigandi stað í heilbrigðiskerfinu. Í öðru lagi sveigjanlegt tilvísanakerfi sem næði til mismunandi fjölda sérgreina frá einum tíma til annars. Og í þriðja lagi mætti hugsa sér að taka upp „valfrjálst stýrikerfi“ að danskri fyrirmynd. Í því fælist að fólk hefði val um að gangast undir tilvísunarskyldu með fáum undantekningum eða gæti farið beint til sérgreinalækna gegn því að greiða nær allan kostnað sjálft. Uppbygging á nýju skipulagi, hvaða leið sem valin verður, er ekki einfalt mál og þarfnast ítarlegrar útfærslu, sem hefði m.a. að markmiði að tryggja betra jafnvægi milli heilsugæslu, sérgreinalækninga og sjúkrahúsþjónustu.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun