Fyrirsætan og trommarinn Alice Dellal er nýtt andlit Chanel-tískuhússins. Það er sjálfur Karl Lagerfeld sem stendur bak við linsuna í auglýsingaherferðinni sem sýnir nýja töskulínu Chanel. Í tilkynningu frá tískumerkinu segir eftirfarandi: „Lagerfeld hitti Alice Dellal fyrst í myndatöku fyrir nokkrum mánuðum og hreifst strax af einstakri og heillandi framkomu fyrirsætunnar og tónlistarkonunnar.“
Dellal er frá Brasilíu en hún vekur hvarvetna athygli fyrir pönkaðan fatastíl og hárgreiðslu. Samhliða fyrirsætustarfinu spilar hún á trommur í stúlknasveitinni Trush Metal, en þrír af fjórum meðlimum sveitarinnar eru fyrirsætur.
Tíska og hönnun