Innlent

60 vinna í sendiráði Bandaríkjanna

60 vinna í bandaríska sendiráðinu sem starfar á 531 fermetra.
60 vinna í bandaríska sendiráðinu sem starfar á 531 fermetra.
Samtals 214 starfsmenn eru í þeim fjórtán sendiráðum sem erlend ríki, auk Evrópusambandsins, starfrækja á Íslandi. Í þeim vinna 140 útlendingar og 74 Íslendingar. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur Framsóknarflokki.

Flestir vinna í sendiráði Bandaríkjanna. Þar eru 60 starfsmenn, þar af 24 erlendir og 36 íslenskir. Í sendiráði Rússlands starfa 43, allt útlendingar. Í sendiráði Evrópusambandsins, sem notar heitið sendiskrifstofa um starfsemina á Íslandi, vinna sextán manns, þar af fimm Íslendingar.

Sjá má í svarinu að starfsmönnum erlendra sendiráða á Íslandi hefur fjölgað um 29 frá byrjun árs 2009. Munar þar mestu um sextán starfsmenn ESB sem ekki hafði bækistöð á Íslandi 2009.

Átta af sendiráðunum fjórtán eru í eigin húsnæði en sex leigja.

Rúmast er um Japana sem starfa í 765 fermetra leiguhúsnæði en Bretar hafa 260 fermetra til umráða.

Hjá íslenskum sendiráðum og ræðismannsskrifstofum í útlöndum starfa samtals 122. 52 eru flutningsskyldir Íslendingar, staðráðnir Íslendingar eru 29 og erlendir starfsmenn eru 41.- bþs



Fleiri fréttir

Sjá meira


×