Enski boltinn

Amauri gæti verið á leið til Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Amauri í leik með Juventus.
Amauri í leik með Juventus. Nordic Photos / AFP
Ítalskir fjölmiðlar fullyrða í dag að forráðamenn Juventus gætu boðið Liverpool að fá Brasilíumanninn Amauri í staðinn fyrir leikmenn sem liðið hefur augastað á.

Alberto Aquilani hefur verið í láni hjá Juventus í vetur en hann er á mála hjá Liverpool. Enska félagið vill fá um 16 milljónir evra fyrir kappann en að öllu óbreyttu mun hann aftur snúa til Englands þegar að tímabilinu lýkur.

Juventus hefur einnig áhuga á nokkrum leikmönnum Liverpool til viðbótar, eins og þeim Daniel Agger, Glen Johnson og Ryan Babel.

Amauri gæti því verið notaður sem skiptimynt ef samningar takast á milli félaganna um einhvern af oftantöldum leikmönnum.

Amauri er þó launahár leikmaður hjá Juventus sem gæti verið Liverpool þyrnir í augum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×