Innlent

Yfir 40 þúsund vilja þjóðaratkvæðagreiðslu

Ómar Ragnarsson og Björk tóku lagið á fimmtudaginn
Ómar Ragnarsson og Björk tóku lagið á fimmtudaginn
Rúmlega fjörtíu og tvö þúsund manns hafa nú skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra.

Undirskriftum fjölgaði verulega þegar karaókímaraþon, sem sungið var til stuðnings málefninu, hófst á fimmtudag í norræna húsinu. Maraþoninu lauk í gær og voru forsprakkarnir himinlifandi með undirtektirnar.

Þá hafa tæplega fjörtíu þúsund manns skrifað undir áskourn Félags íslenskra bifreiðaeigenda til stjórnvalda um að hverfa frá hugmyndum sínum um vegtolla umhverfis höfuðborgarsvæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×