Innlent

Spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu

Boði Logason skrifar
Björn Brynjúlfur Björnsson
Björn Brynjúlfur Björnsson
„Já, ég held að menn séu mjög spenntir að sjá hvernig þetta fer,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, einn af aðstandenum Áfram-hópsins, aðspurður hvort stemming verði á kosningavöku hópsins í kvöld. Einhverjir meðlimir hópsins ætla að hittast á Póstbarnum við Austurvöll klukkan tíu í kvöld.

Hann segist ekki búast við því að menn verði langt fram á nótt að fylgjast með tölum. „Ég held að þetta gerist bara á milli ellefu og tólf, það verður að vera mjög mjótt á munum ef þetta klárast ekki þá, án þess að ég sé einhver sérfræðingur í því,“ segir hann.

Aðspurður hvort að margir muni mæta á kosningavökuna í kvöld segir Björn að það sé ekkert gleðiefni að borga Icesave og því ekki ástæða til að fagna eitthvað ógurlega ef svo fari að meirihluti þjóðarinnar segir já. „Menn telja bara að hinn kosturinn sé verri,“ segir Björn og á þar við að niðurstaðan verði sú að samningurinn verði felldur.

„En það er bara spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu því kjörsókn er töluvert minni en kannanir gáfu til kynna. Það er annar hvor hópinn sem mun vanta meira af atkvæðum, menn vita ekkert hvoru megin það er,“ segir hann að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×