Samkeppnisstaða fjármálafyrirtækja skert með nýjum bankaskatti Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. september 2011 21:38 Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, gagnrýnir hugmyndir um nýja skattinn. Okkur líst afar illa á þennan skatt, segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Hann staðfestir í samtali við Vísi að samtökunum hafi verið kynntar hugmyndir í gær um 10,5% skatt sem fjármálaráðuneytið hyggst leggja á launagreiðslur starfsmanna hjá fjármálafyrirtækjum vátryggingafélögum og lífeyrissjóðum á næsta ári. Guðjón segir að margir vankantar séu á þessum nýja skatti. „Í fyrsta lagi er sífellt verið að auka skattbyrði á fjármálakerfið. Það er að borga tekjuskatt og því til viðbótar sérstakan bankaskatt," segir Guðjón. Hann segir að þessu til viðbótar greiði bankar milljarða í kostnað vegna reksturs fjármálaeftirlitsins, umboðsmanns skuldara og fleiri aðila. Guðjón bendir að auki á að fjármálafyrirtæki og önnur fyrirtæki greiði í dag tryggingagjald sem nemi um 9% af tryggingagjaldi. „Með þessum skatti er skattur á launakostnað kominn upp í 20% sem hlýtur að bitna á samkeppnishæfni þeirra og mögulega hafa áhrif á ráðningamál einnig," segir Guðjón.Snertir ung og lítil fyrirtæki illa Guðjón segir að þessi nýi skattur sem verið er að boða muni lenda sérstaklega illa á minni fyrirtækjum og ekki síst þeim sem eru ung að árum því að hann taki ekki tilliti til afkomu fyrirtækjanna. Hann leggist á laun óháð því hvort fyrirtækið skili hagnaði eða ekki. „Og það eru náttúrlega ýmis smærri fyrirtæki að byrja að fóta sig í þessu og þá er blóðugt að þurfa skyndilega að reikna með nýjum óvæntum skatti óháð arðsemi fyrirtækjanna á þeim tímapunkti," segir Guðjón. Að auki bendir Guðjón á að nú sé verið að reyna að fá erlenda aðila til að fjárfesta á Íslandi og sífelldar nýjar skattheimtur séu ekki til þess fallnar að auka möguleika á því. „Þvert á móti draga þær úr vilja aðila til þess að koma hingað," segir Guðjón. Tengdar fréttir Efast um skatta á laun bankastarfsmanna Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur efasemdir um að rétt sé að hækka skatta á laun bankastarfsmanna. Í fjármálaráðuneytinu er um þessar mundir verið að ræða að leggja sérstakan 10,5% skatti ofan á launakostnað banka og tryggingafyrirtækja, eftir því sem Viðskiptablaðið greinir frá. 22. september 2011 20:02 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Sjá meira
Okkur líst afar illa á þennan skatt, segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Hann staðfestir í samtali við Vísi að samtökunum hafi verið kynntar hugmyndir í gær um 10,5% skatt sem fjármálaráðuneytið hyggst leggja á launagreiðslur starfsmanna hjá fjármálafyrirtækjum vátryggingafélögum og lífeyrissjóðum á næsta ári. Guðjón segir að margir vankantar séu á þessum nýja skatti. „Í fyrsta lagi er sífellt verið að auka skattbyrði á fjármálakerfið. Það er að borga tekjuskatt og því til viðbótar sérstakan bankaskatt," segir Guðjón. Hann segir að þessu til viðbótar greiði bankar milljarða í kostnað vegna reksturs fjármálaeftirlitsins, umboðsmanns skuldara og fleiri aðila. Guðjón bendir að auki á að fjármálafyrirtæki og önnur fyrirtæki greiði í dag tryggingagjald sem nemi um 9% af tryggingagjaldi. „Með þessum skatti er skattur á launakostnað kominn upp í 20% sem hlýtur að bitna á samkeppnishæfni þeirra og mögulega hafa áhrif á ráðningamál einnig," segir Guðjón.Snertir ung og lítil fyrirtæki illa Guðjón segir að þessi nýi skattur sem verið er að boða muni lenda sérstaklega illa á minni fyrirtækjum og ekki síst þeim sem eru ung að árum því að hann taki ekki tilliti til afkomu fyrirtækjanna. Hann leggist á laun óháð því hvort fyrirtækið skili hagnaði eða ekki. „Og það eru náttúrlega ýmis smærri fyrirtæki að byrja að fóta sig í þessu og þá er blóðugt að þurfa skyndilega að reikna með nýjum óvæntum skatti óháð arðsemi fyrirtækjanna á þeim tímapunkti," segir Guðjón. Að auki bendir Guðjón á að nú sé verið að reyna að fá erlenda aðila til að fjárfesta á Íslandi og sífelldar nýjar skattheimtur séu ekki til þess fallnar að auka möguleika á því. „Þvert á móti draga þær úr vilja aðila til þess að koma hingað," segir Guðjón.
Tengdar fréttir Efast um skatta á laun bankastarfsmanna Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur efasemdir um að rétt sé að hækka skatta á laun bankastarfsmanna. Í fjármálaráðuneytinu er um þessar mundir verið að ræða að leggja sérstakan 10,5% skatti ofan á launakostnað banka og tryggingafyrirtækja, eftir því sem Viðskiptablaðið greinir frá. 22. september 2011 20:02 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Sjá meira
Efast um skatta á laun bankastarfsmanna Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur efasemdir um að rétt sé að hækka skatta á laun bankastarfsmanna. Í fjármálaráðuneytinu er um þessar mundir verið að ræða að leggja sérstakan 10,5% skatti ofan á launakostnað banka og tryggingafyrirtækja, eftir því sem Viðskiptablaðið greinir frá. 22. september 2011 20:02