Innlent

Sigmundur Davíð fékk matareitrun í Finnlandi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
„Fundaferðin með utanríkismálanefnd gekk vel þar til ég fékk matareitrun," skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Facebook síðu sinni í morgun. Sigmundur Davíð er í Finnlandi en fram kom áður en hann fór út að hann myndi hætta að borða íslenskan mat, sem hann hefur einungis neytt undanfarnar vikur, og prófa finnskan mat á meðan hann væri í landinu.

Það fór ekki betur en svo að Sigmundur Davíð, sem hefur lagt af hátt í tíu kílóum á íslenska kúrnum, liggur nú veikur á hótelherbergi sínu.

Sigmundur þurfti að hraða sér á hótelherbergið eftir að hann fann fyrir matareitruninni. Það var þó ekki tilbúið til afhendingar þegar hann kom þangað.

Vinaleg stúlka í móttökunni bauð honum þó sæti á gangi hótelsins - og epli. Sigmundur segist enn eiga eplið og vera að hressast.

Einn af vinum Sigmundar á Facebook skrifar á vegginn hans: „Ekki borða eplið. Það er eitrað."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×