Innlent

Vill nýja menn við stýrið

Forstjóri Icelandic Group segir misvísandi skilaboð um framtíð fyrirtækisins hafa skaðað það. Fréttablaðið/pjetur
Forstjóri Icelandic Group segir misvísandi skilaboð um framtíð fyrirtækisins hafa skaðað það. Fréttablaðið/pjetur
„Þegar eigendastefnan er ekki sú sama og við höfum fylgt og ekki ljóst hvert skal stefna finnst mér að nýir menn eigi að taka við stýrinu," segir Finnbogi Baldvinsson, fráfarandi forstjóri fisksölufyrirtækisins Icelandic Group.

Hann sagði upp störfum í gær ásamt Yngvari Eyfjörð aðstoðarforstjóra. Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Icelandic Group, tekur tímabundið við starfi Finnboga.

Ástæða uppsagnanna er ákvörðun Framtakssjóðsins að slíta viðræðum við norður-evrópska fjárfestingarsjóðinn Triton á þriðjudag og fyrirhuguð sala á verksmiðjum Icelandic Group í Bandaríkjunum og framleiðslustarfsemi í Kína.

Finnbogi segir misvísandi skilaboð um framtíð Icelandic Group hafa skaðað félagið. Þá er hann ósáttur við að brjóta eigi fyrirtækið upp eftir viðsnúning í rekstri.

„Við teljum að þessi leið sem stjórn Framtakssjóðsins og Icelandic Group hafa mótað skili hluthöfum betri ávöxtun til framtíðar heldur en að selja til Triton," segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×